Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 36
Séra Eiríkur Helgason,
prófastur í Bjarnanesi.
Fœddur 16. febrúar 1892. Dáinn 1. ágúst 1954.
„Þá sagði Drottinn við Kain: Hvar er Abel bróðir
þinn? En hann mælti: Það veit ég ekki, — á ég
að gæta bróður míns?“ (I. Mós. J{, 9).
Allir kannast við söguna, þar sem þessi orð voru sögð,
söguna af samskiptum þeirra bræðra, Kains og Abels, —
og hve sorgleg endalok þeirra
urðu. Ég gæti trúað, að ein-
hverjum finnist það næsta und-
arlegt, að rifja hér upp þessa
ævafornu sorgarsögu. En það
er gert að ráðnum huga. Þó að
spurningunni: „Hvar er Abel
bróðir þinn?“ hafi verið varpað
fram þegar við vöggu mann-
kynsins, þá stendur hún í fullu
gildi enn í dag. Bróðirinn, —
hvers virði er hann? Á ég að
gæta bróður míns?
Já, spurningin forna hljómar
í huga mínum, þegar ég minn-
ist míns látna tengdaföður og vinar, séra Eiríks Helga-
sonar, prófasts í Bjarnanesi.
Ég sé hann í anda, þar sem hann stendur ungur og ör,
— æskuþrótturinn krefst þess, að hafizt sé handa. —
Flestir eða allir ungir menn eiga einhverja köllun, — Guð
hefir einhvern tíma kallað til okkar allra. En það eru
ekki allir, sem bera gæfu til að nema hið heilaga kall
Séra EiríJcur Helgason.