Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 54
412
KIRKJURITIÐ
sem gert er ráð íyrir að 29 kórar njóti kennslu í 33 vikur, sam-
kvæmt umsóknum, en væntanlega yrðu þeir fleiri, og væri sam-
bandið við því búið fjárhagslega. — Auk þess hefðu 7 kórar
sótt um kennslu í 8 vikur á árinu 1955.
Lauk formaður máli sínu með þakklæti til allra samstarfs-
manna og bað menn vera bjartsýna og örva og áminna hver
annan um að efla kirkjusönginn sem mest; því fylgdi mikil
blessun fyrir allan landslýð.
Lagðir voru fram reikningar sambandsins fyrir árið 1953 og
lesnir upp af gjaldkera, séra Jóni Þorvarðssyni. Höfðu tilkjörn-
ir endurskoðendur áður um f jallað, og voru reikningarnir sam-
þykktir án umræðu eða athugasemda.
Þá var gert fundarhlé, og þágu menn veitingar af hendi söng-
málastjóra og húsfreyju hans.
Að fundarhléi loknu var aftur tekið til fundarstarfa, og lagði
gjaldkeri fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 1954, miðað
við starfskostnað frá síðustu áramótum til fundardags og starfs-
áætlun formanns til næstu áramóta. — Umræður urðu nokkr-
ar, en síðan var f járhagsáætlunin samþykkt í því formi, sem að
framan greinir.
Þá var rætt um söngkennslu og voru formanni og sambandinu
færðar þakkir fyrir framgöngu og fyrirgreiðslu í þeim efnum.
Stjórn sambandsins svo og varastjórn og endurskoðendur voru
endurkosnir með lófataki.
Stjórnina skipa:
Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður.
Séra Jón Þorvarðarson, gjaldkeri.
Páll Halldórsson, organleikari, ritari.
Jónas Tómasson, tónskáld, úr Vestfirðingafjórðungi.
Eyþór Stefánsson, tónskáld, úr Norðlendingafjórðungi.
Jón Vigfússon, organleikari, úr Austfirðingafjórðungi.
Anna Eiríksdóttir, organleikari, úr Sunnlendingafjórðungi.
Varastjórn:
Páll ísólfsson, tónskáld, varaformaður.
Sigurður ísólfsson, organleikari, varagjaldkeri.
Kristinn Ingvarsson, organleikari, vararitari.
Séra Sigurður Kristjánsson, úr Vestfirðingafjórðungi.
Jakob Tryggvason, organleikari, úr Norðlendingafjórðungi.
Séra Jakob Einarsson, prófastur, úr Austfirðingafjórðungi.