Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 48
406
KIRKJURITIÐ
hina útlendu gesti og hinn stóra skara áheyrenda velkomna
og þakkað fyrir vinsamlegar viðtökur, sagði hann, að það væri
honum mikil gleði að hafa getað varið þessum degi í þjónustu
Biblíufélagsins. „Þetta félag,“ sagði hann, „hefir aðeins haft
eitt takmark: að útbreiða Biblíuna, og hefir unnið að því af
öllum mætti í 150 ár.“ Stuttar ræður voru haldnar af fulltrúum
frá Ameríku, Kóreu, Frakklandi, Pakistan og Uganda. Þess á
milli söng söngflokkur „Westminster Choral Society" alveg að-
dáanlega. Miklar gjafir voru gefnar. Særstu afmælisgjafirnar
voru frá Ameríska Biblíufélaginu, sem gaf 100 þúsund dollara,
Kanada, 75 þúsund pund, og Suður-Afríku, 35 þúsund pund.
Afmælisfundinum lauk ekki fyrr en 16. júní. Þá var haldinn
mikill kvennafundur í Central Hall, Westminster, undir forsæti
erkibiskupsfrúarinnar af Kantaraborg. Fulltrúar frá ýmsum
löndum voru boðnir á þennan fund og var ég á meðal þeirra.
Hinn nafnkenndi fríkirkjuprestur, frú Elsie Camberlain, hóf
fundinn með bæn. Erkibiskupsfrúin bauð þátttakendur fund-
arins velkomna. Kafli úr Biblíunni var lesinn, og síðan hélt
ungfrú Rosmary Guillibaud mjög fróðlega ræðu, bæði um sam-
vinnu Biblíufélagsins og Kristniboðsfélaganna og um hina miklu
erfiðleika, sem þýðendur Biblíunnar á óþroskuð tungumál eiga
við að stríða. Hún talaði af eigin reynslu, því að hún hefir þýtt
Nýja Testamentið á Rundi, sem er eitt af hinum óþroskuðu
málum Afríku. — Síðan talaði dr. Hilda Lazarus frá Indlandi.
Hún var í mörg ár forstöðukona læknaskólans í Vellore á
Suður-Indlandi og er talin ein af hinum merkilegustu kristnu
konum þar í landi. — Þótt farið sé að bóla á mótstöðu á móti
kristinni trú á Indlandi, sagði hún, að dyrnar væru þó stöðugt
opnar og það riði á að útbreiða Biblíuna, — á meðan hægt
væri. Á Indlandi eru 250 tungumál. Þýðingar eru til af pörtum
af Biblíunni á 180 málum, og öll Biblían á 30 málum. Því miður
eru enn þá 40 tungumálaflokkar á Indlandi, sem ekki eiga neitt
þýtt á sitt mál af Biblíunni, og ríður mjög á því, sagði hún,
að unnið verði af kappi að því að þýða Biblíuna á þessi mál. —■
Dr. Lazarus sagði enn fremur, að áhugi kristinna indverskra
kvenna á útbreiðslu Biblíunnar færi stöðugt vaxandi. í ýmsum
borgum, bæjum og þorpum hefðu myndazt kvenfélög, sem
ynnu að útbreiðslu Biblíunnar — og væru þessi félög orðin
207.