Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 11
HELGISIÐIR 369 sem einkum eru víxlsöngvarnir og tilbreytingin eftir tíma- bilum kirkjuársins, þá finn ég á mér, að hún stenzt ekki lengi úr þessu. Ný helgisiðabók kemur vafalaust bráðum, enda þessi bók orðin 20 ára! Þessar breytingar valda miklu um það los, sem er á helgisiðunum. Ekki grær um oft hreyfðan stein. Og svo hitt, að helgisiðabókin mælir ekki skýrt fyrir um hvað eina. Og enn er það, að lítið mun eftir því gengið, að henni sé fylgt út í æsar. Prestar lita víst svo á, að þeir megi fara sínu fram. Ég vil nefna sem dæmi bænina í kórdyrum. Helgisiðabókin síðasta, 1934, gerði þar á þá leiðu bi’eyt- ingu, að fella niður helminginn af þessari litlu þátttöku leikmanna, sem tíðkast hafði. Og þó meira en helming frá því, er ég man fyrst. Felld var niður bænin eftir messu. ,,Faðir vor“ var búið að taka af meðhjálparanum með helgisiðabókinni 1910. Hér hefð; átt að fara öfuga leið, og athuga, hvort ekki mætti auka þátttöku leikmanna í messunni, til dæmis með því að leikmaður eða leikmenn læsu einhvern ritn- ingarkafla, jafnvel pistilinn, úr því að hætt er að tóna hann. Ég vil þó ekkert segja um þetta, og varlega skyldi fara af stað, nema að vel athuguðu ráði. Ef til vill væri réttast að gefa heimild til þessa fyrst. En hitt var áreiðanlega spor í öfuga átt að draga hér úr, og óþarfa óþolinmæði að geta ekki beðið eftir þessari stuttu bæn í kórdyrum. „Hljóða bænin“, sem átti víst að koma í staðinn, hefir vitanlega orðið að engu sem helgisiður. Næst skeður svo það, að farið er líka að fella niður þann sið, að leikmaður lesi bænina í kórdyrum fyrir messu. Mun þetta hafa byrjað utan þjóðkirkjunnar. En svo hófst þetta í sjálfri dómkirkjunni. Þá kemst þar enginn að nema prestarnir, enda gefur helgisiðabókin undir fótinn með þetta, og segir, að beðið skuli bænar „annað hvort af meðhjálpara í kórdyrum eða af prestinum, sem snýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.