Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 11

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 11
HELGISIÐIR 369 sem einkum eru víxlsöngvarnir og tilbreytingin eftir tíma- bilum kirkjuársins, þá finn ég á mér, að hún stenzt ekki lengi úr þessu. Ný helgisiðabók kemur vafalaust bráðum, enda þessi bók orðin 20 ára! Þessar breytingar valda miklu um það los, sem er á helgisiðunum. Ekki grær um oft hreyfðan stein. Og svo hitt, að helgisiðabókin mælir ekki skýrt fyrir um hvað eina. Og enn er það, að lítið mun eftir því gengið, að henni sé fylgt út í æsar. Prestar lita víst svo á, að þeir megi fara sínu fram. Ég vil nefna sem dæmi bænina í kórdyrum. Helgisiðabókin síðasta, 1934, gerði þar á þá leiðu bi’eyt- ingu, að fella niður helminginn af þessari litlu þátttöku leikmanna, sem tíðkast hafði. Og þó meira en helming frá því, er ég man fyrst. Felld var niður bænin eftir messu. ,,Faðir vor“ var búið að taka af meðhjálparanum með helgisiðabókinni 1910. Hér hefð; átt að fara öfuga leið, og athuga, hvort ekki mætti auka þátttöku leikmanna í messunni, til dæmis með því að leikmaður eða leikmenn læsu einhvern ritn- ingarkafla, jafnvel pistilinn, úr því að hætt er að tóna hann. Ég vil þó ekkert segja um þetta, og varlega skyldi fara af stað, nema að vel athuguðu ráði. Ef til vill væri réttast að gefa heimild til þessa fyrst. En hitt var áreiðanlega spor í öfuga átt að draga hér úr, og óþarfa óþolinmæði að geta ekki beðið eftir þessari stuttu bæn í kórdyrum. „Hljóða bænin“, sem átti víst að koma í staðinn, hefir vitanlega orðið að engu sem helgisiður. Næst skeður svo það, að farið er líka að fella niður þann sið, að leikmaður lesi bænina í kórdyrum fyrir messu. Mun þetta hafa byrjað utan þjóðkirkjunnar. En svo hófst þetta í sjálfri dómkirkjunni. Þá kemst þar enginn að nema prestarnir, enda gefur helgisiðabókin undir fótinn með þetta, og segir, að beðið skuli bænar „annað hvort af meðhjálpara í kórdyrum eða af prestinum, sem snýr

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.