Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 49

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 49
150 ÁRA AFMÆLI 407 Þegar dr. Lazarus hafði lokið ræðu sinni, tók erkibiskups- frúin til máls og sagði, að hinn merki trúboði og rithöfundur, ungfrú Mildred Cable (sem heimsótti ísland sumarið 1949, ásamt vinkonum sínum, systrunum French), hefði stuttu áður en hún dó vorið 1952 komið á stað og skipulagt fjársöfnun á meðal enskra kvenna, í þeim tilgangi, að stofna skyldi sjóð, sem gefa ætti Biblíufélaginu í afmælisgjöf. Þennan sjóð skyldi Biblíufélagið nota til þess, að fátækar konur, í hvaða landi sem væri, gætu fengið Biblíuna gefins, ef þær snéeu sér til starfsmanna þess. — Enskar konur unnu af miklu kappi að þessum samskotum, og gengu þau svo vel, að þær gátu afhent um 2000 sterlingspund á þessum fundi. — Erki- biskupsfrúin bað ungfrú Francescu French að taka á móti gjöfinni fyrir hönd Biblíufélagsins. — Ungfrú French bað þakkarbænar og bað Drottinn að blessa þessa gjöf og alla, sem höfðu gefið og unnið að þessari söfnun. Síðan hélt hún stutta ræðu og minntist Mildred Cable með innilegum orðum, sem hrærðu alla, sem höfðu þekkt og elskað þessa ágætu konu. Svo stóð aðalframkvæmdastjóri félagsins, dr. Norman Cook- burn, upp og lýsti hinni drottinlegu blessun. — Þannig enduðu hinir miklu og ágætu afmælisfundir Hins brezka og erlenda Biblíufélags. Á meðan á þessum fundum stóð, hugsaði ég oft til Hins ís- lenzka Biblíufélags. Það hefir, því miður, hingað til verið fátækt félag, og látið of lítið á sér bera. Nú á það 140 ára afmæli eftir 2 ár, og vona ég, að þá verði hátíðahöld um allt land. Eins vona ég, að islenzkar konur, sem eru svo duglegar á mörgum sviðum, gerist ötulir styðjendur þess og að þjóðin í heild slái hring um það, og styrki fjárhag þess svo mikið, að það geti sjálft gefið út Biblíuna og látið prenta hana á íslandi á sinn eigin kostnað.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.