Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 8
366
KIRKJURITIÐ
En aðrir virðast fara ýmsar aðrar leiðir, ýmist í smáu
eða stóru. Og fólkið, sem í kirkjunni er, virðist oft ekkert
vita, hvernig það á að haga sér.
Hér ber mjög á milli vorrar kirkju og katólskrar, og skal
ég engan dóm á þennan ágreining leggja að svo komnu
máli.
Hér eru tvær stefnur, stefna kirkjunnar, stofnunarinnar,
• og stefna trúarflokkanna, sektanna, sem haga öllu eins og
þeim sýnist. Samkomur eru haldnar í hvaða húsum, sem
tilkippileg eru, eða jafnvel úti. Presturinn er klæddur eins
og aðrir og hann gerir það, sem honum sýnist. Hann hefii’
ef til vill ekkert altari og engan prédikunarstól. Hann
þarf ekki að snúa sér eða hreyfa sig eftir neinum föstum
reglum frekar en hver annar ræðumaður eða stjórnandi
samkomu. Hann ákveður, hvað sungið er eða hvort sungið
er. Hann tónar ef svo vill verkast eða sleppir því. Fólkið
stendur upp af vana úr kirkjunum eða alls ekki, eða miklu
oftar. Hér er lífið sjálft óbundið.
Hér hjá oss er kirkja, þjóðkirkjan. Hún hefir sína helgi-
siðabók, hvort sem hún er löggilt eða ekki, og lærða presta,
embættismenn kirkjunnar. Hér er þvi stofnun, og mætti
búast við því, að hér færi því guðsþjónustan fram í föstu
sniði. En hún sýnist vera undir miklum áhrifum hinnar
stefnunnar, trúflokkastefnunnar.
Á að liafa fasta helgisiði eða ekki?
Kirkjan þarf að koma sér niður á það, hvort hún vill
hafa fasta helgisiði eða ekki.
Úr þessu er í raun og veru skorið, ef kirkjan hefir lög-
gilta helgisiðabók, eins og sjálfsagt virðist vera. Kirkjan
hefir þá fasta helgisiði og ætlast til þess, að þeir séu hafðir
í heiðri.
Prestsefnin læra beinlínis að fara með þessa helgisiði
eða eiga að læra það.
Og þessum helgisiðum er fylgt í megin dráttum. Hvar
sem komið er til guðsþjónustu í þjóðkirkjunni, fer hún