Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 25

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 25
SAMSTARF PRESTA OG LÆKNA 383 Ég minnist þess, er ég heyrði þess fyrst getið, að sjúkdómar kæmu oft af andlegri orsök. Skömmu fyrir 1930 var hér á landi um tíma austurrísk greifa- frú, sem starfað hafði sem kristniboði meðal Múhameðstrúar- ^anna í Sýrlandi. Eftir að hún missti mann sinn, varð hún afar- Veik af magasári og innvortis bólgum. Hún varð einnig fyrir Þungurn sorgum og miklum raunum öðrum á stuttum tíma. Þegar hún var orðin mjög veik, var hún lögð á sjúkrahús og Þar lá hún lengi. Henni var vart hugað líf. Sjálf bað hún alltaf Guð um það, að hún fengi að deyja. Þegar hún hafði legið svona lengi, og læknarnir gátu ekkert fyrir hana gert, kom yfir- læknir sjúkrahússins til hennar og sagði við hana, að hún hlyti að sjá það, að það væri ekki vilji Guðs, að hún fengi að deyja strax. Hættu að biðja Guð um að þú fáir að deyja. Bið hann að gefa'þér fulla heilsu. Bein allri sálarorku þinni að því að fá heilsu og krafta á ný, í stað þess að beina henni að því að gera þig veikari og veikari. Sannaðu til, Guð vill að þú lifir lengi ennþá. Bið Guð um heilsu og krafta, og ég skal biðja með þér. Hún fór að ráðum læknisins og eftir tæpan mánuð var hún komin á fætur. Röntgenmyndir sýndu, að magasárið var að tnestu gróið og bólgur horfnar. — Þannig sagði þessi kona séra Guðmundi sál. Einarssyni, fyrr prófasti að Mosfelli í Gríms- nesi, sögu sína, en hann sagði aftur mér. Hún sagði einnig við hann: „Það er alveg víst, að með andlegri orku sinni er hægt að hafa áhrif á líkamslíðan sína, að ég ekki tali um bænar- orkuna“. Á þeim tíma, sem þessi kona hélt þessu fram, vildu fáir læknar viðurkenna þetta, en margir nútímalæknar viðurkenna það. Hinn þekkti rithöfundur og læknir, Poul Tournier í Sviss, segir í bók sinni „Sygdom og Livsproblem“ frá mörgum dæmum þess, að andlegt ásigkomulag mannsins verki á líkamsstarfið, hæði á kirtla og taugastarfsemi líkamans. Hann nefnir líka dæmi þess, að sjúkdómar, sem sóttkveikjur valda, verði verri °g betri eftir því, hvernig sálarlíðanin er. Hann segir frá mörg- um dæmum um berklasjúklinga, sem urðu heilbrigðir, þegar þeir höfðu opnað sál sína fyrir öðrum mönnum, er þeir höfðu skriftað; þegar þeir höfðu sagt skriftaföður (hvort heldur skriftafaðirinn var prestur eða læknir), og Guði sjálfum frá

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.