Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 63

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 63
PRESTAFÉLAG SUÐURLANDS 421 þakkir flytja þeir Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði, fyrir að stilla svo til, að sunnlenzkir prestar fengu að vera nærstaddir á þeirri ógleymanlegu stund, er opnuð var steinkistan forna, er geymdi bein hins merka Skálholtsbiskups. Stjórn félagsins skipa nú séra Sigurður Pálsson formaður, séra Sveinn Ögmundsson ritari og séra Garðar Svavarsson gjald- keri. Aðalíundur Guðbrandsdeildar. Aðalfundur Guðbrandsdeildar Prestafélags íslands var hald- inn á Blönduósi sunnudaginn 22. ágúst að lokinni messu, þar sem séra Lárus Arnórsson á Miklabæ prédikaði, en séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ þjónaði fyrir altari. Einnig var messað á Holtastöðum. Þar prédikaði séra Ragnar Fjalar í Hofsós, og séra Bjartmar Kristjánsson þjónaði fyrir altari, og á Höskulds- stöðum messaði séra Björn Björnsson, Hólum. Séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi setti fund- inn og stýrði honum. Minntist hann hins látna biskups dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, en fundarmenn risu úr sætum í virð- ingarskyni. Þá bauð hann velkomna fundarmenn, alls 10 presta af félagssvæðinu, og þó sérstaklega gesti fundarins og frum- niælendur, þá séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og Pál Kolka héraðslækni á Blönduósi. Síðan hófu þeir framsöguerindi sin um aðalmál fundarins, sem var samstarf presta og lækna. Þá urðu nokkrar umræður um þetta nauðsynjamál, og hnigu þær í þá átt, að ekki væri aðeins mikils virði, að prestar og læknar störfuðu saman, heldur og allir þeir, sem vinna að menn- ingarmálum, uppeldi og trúrækni með þjóðinni. Að loknum þessum almennu umræðum sátu skagfirzkir prest- ar kvöldverðarboð húnvetnskra presta í hóteli staðarins, en síðan komu prestar saman og ræddu félagsmál sín. I stjórn voru kosnir séra Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki formaður, séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og séra Ragnar Fjalar í Hofsós. Fundurinn sendi biskupi landsins kveðju, einnig fyrrv. formanni félagsins, séra Gunnari Árna- syni, og fyrrv. prófasti, séra Guðbrandi Björnssyni, í tilefni af nýafstöðnu sjötugsafmæli hans.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.