Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 52
Aðalfundur Kirkjukórasambands íslands.
Aðalfundur Kirkjukórasambands íslands var haldinn 21. júní
síðastliðinn, á heimili formanns, Sigurðar Birkis, söngmála-
stjóra, Barmahlíð 45, Reykjavík.
Formaður, Sigurður Birkis, setti fundinn og flutti ávarp til
fundarmanna og bauð þá velkomna.
Þá minntist söngmálastjóri fráfalls dr. Sigurgeirs Sigurðs-
sonar biskups með hlýjum orðum og gat með þakklæti hans
ómetanlega, mikla og fagra starfs í þágu kirkjusöngsins. Risu
fundarmenn úr sætum til heiðurs minningu hins látna kirkju-
höfðingja.
Að tillögu formanns var séra Friðrik A. Friðriksson prófast-
ur kjörinn fundarstjóri og fundarritarar þeir Jónas Tómasson
tónskáld og séra Þorgrímur Sigurðsson.
Á fundinum voru mættir, auk stjórnarinnar, eftirtaldir full-
trúar:
1. Þórhallur Björnsson
frá Kirkjukórasambandi Reykjavíkur-prófastsdæmis.
2. Finnur Árnason
frá Kirkjukórasambandi Borgarfjarðar-prófastsdæmis.
3. Jón ísleifsson
frá Kirkjukórasambandi Mýra-prófastsdæmis.
4. Séra Þorgrímur Sigurðsson
frá Kirkjukórasambandi Snæfellsnes-prófastsdæmis.
5. Markús Torfason
frá Kirkjukórasambandi Dala-prófastsdæmis.
6. Jónas Tómasson
frá Sambandi vestfirzkra kirkjukóra.
8. Séra Jóhann Briem
frá Kirkjukórasambandi Húnavatns-prófastsdæmis.
9. Séra Helgi Konráðsson
frá Kirkjukórasambandi Skagafjarðar-prófastsdæmis.
10. Séra Ingólfur Þorvaldsson
frá Kirkjukórasambandi Eyjafjarðar-prófastsdæmis.
11. Séra Friðrik A. Friðriksson
frá Kirkjukórasambandi S.-Þingeyjar-prófastsdæmis.