Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 9

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 9
HELGISIÐIR 367 fi’am á sama hátt í aðalatriðum: Sálmur, víxlsöngur og kollekta, pistill, sálmur, guðspjall, sálmur, ræða og önnur Prestsverk í prédikunarstóli, sáimur, kollekta o. fl., drottin- leg blessun, sálmur. Á yfirborði er þetta því eins, að ég hygg, alls staðar. En innan þessarar umgerðar eru svo hin og þessi frávik. Og við aðrar athafnir er enn meira vikið frá. Eiga þau að vera, þessi frávik? Eða ekki? Hvort tveggja hefir vafalaust nokkuð til síns máls. En ég get ekki annað en verið með föstum helgisiðum í þjóð- kirkju. 1 Kirkjunni er vissulega styrkur í því að hafa alveg fasta siði við þær athafnir, sem hún á annað borð skipuleggur. Prestamir geta svo vikið frá og beitt allri sinni hugkvæmni Þar fyrir utan. En kirkjan á þá hlýðnisskyldu frá prest- Um sínum, að þeir geri það, sem hún leggur fyrir þá að gera. Aðrir segja svo, að allt þetta sé hégómi. Allt þetta sé aðeins ytra form. Allir helgisiðir kirkjunnar séu aðeins hollar ráðleggingar frá hennar hendi, og hver prestur verði að fylgja því eða fylgja ekki, eftir því sem honum finnist bezt fyrir starfið. Það er vitanlegt, að þetta form er mannaverk, og eng- um getur til hugar komið, að Guð vor og faðir á himnum geti ekki þegið þjónustu af mönnunum, nema ákveðnum helgisiðum sé fylgt, helgisiðum, sem í það og það skiptið °g á þeim eða hinum staðnum eru fyrirskipaðir. En málið er ekki rétt flutt á þennan hátt. Hér er um að ræða starfsaðferð og það, hver aðferð sé bezt til þess að ná tilganginum, sem bak við er. Guðsþjónustan er það, sem öllu máli skiptir. Við vitum, að hún þarf hvorki að fara fram í Jerúsalem né á Garizimfjalli. Hún fer hvergi fram nema í hjarta mannsins, sem snortið er af Guðs anda. En það, sem um er að ræða hér, er þetta: Er það til góðs fyrir guðsþjónustuna, að kirkjan hafi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.