Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 15
HELGISIÐIR
373
halda fornri venju. Skírnarathöfnin truflast aðeins við það,
að söfnuðurinn rís úr sætum og stendur langa hríð. Sakra-
mentin fara bezt fram í sem mestri kyrrð og andagt.
Og svo er þess að gæta, að þegar skriðan er farin af
stað, heldur hún áfram. Fleiri og fleiri tilefni fást til þess
að standa upp.
Fólkið stendur upp við fermingar hér í Reykjavík, þeg-
ar þess eigið barn er fermt, og einhver hópur með því.
Þetta gengur eins og smágos hingað og þangað um kirkj-
una.
Á samkomum í KFUM er það siður að standa upp, með-
an „Son Guðs ertu með sanni“ er sungið. Vitanlega getur
hver félagsskapur sett sér slíkar reglur. En nú er þetta
komið inn, að minnsta kosti í sumum kirkjum hér. Hvers
vegna? má spyrja.
Ekki skal ég varpa rýrð á þetta dásamlega vers Hall-
gríms Péturssonar. En hvers vegna á ekki að standa upp
fyrir „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“ eða „Jesú, þín kristn-
in kýs þig nú“, sem er bein konungshylling?
Svo komu prestarnir á synodus og samþykktu fyrir
nokkrum árum að syngja í hver messulok „Faðir and-
anna“ og standa upp á meðan.
Enn má spyrja: Hvers vegna?
Svarið er það sama og áður: Bezt að hafa þessa siði
einfalda, eins og verið hefir, og halda sér þar að, nema
helgisiðabókin ákveði annað, og fylgja því þá út i æsar,
en ekki út í öfgar og ýkjur, eins og hinni óheppilegu ráð-
leggingu í skírnarformálanum.
Aðrar atliafnir.
Mér er sagt, að prestar hafi ýmiskonar athafnir og
helgisiði um hönd við jarðarfarir. Ég játa það, að ég kem
sjaldan í kirkju við jarðarfarir. Allt það prjál, og útvarp
og sólósöngvaf og ég veit ekki hvað, er í mínum augum
svo óendanlega höttótt við hið einfalda ritual dauðans, að
ég á bágt með að vera þar við.