Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 61

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 61
PRESTAFÉLAG ÍSLANDS 419 séra Sigurjón Árnason. Endurskoðendur voru kosnir séra Ásgeir Ásgeirsson og til vara séra Jósef Jónsson. Var nú nokkurt fundarhlé til matar, og bauð séra Sigurbjörn Einarsson fundarmönnum að sjá í Tjarnarbíó þýzka kvikmynd um líknarstörf. Samtímis kom hin nýkjörna stjórn félagsins saman og skipti með sér störfum og er hún þannig skipuð: Séra Jakob Jónsson, formaður, séra Sigurbjörn Einarsson, varaformaður, séra Sigurjón Árnason, ritari, séra Sigurjón Guðjónsson, séra Sveinbjörn Högnason. Er fundur hófst að nýju, óskaði fráfarandi formaður hinni nýju stjórn allra heilla og bað hinn nýkjörna formann að taka við fundarstjórn. Tók séra Jakob Jónsson þá við fundarstjórn. Ávarpaði hann fundinn, þakkaði fráfarandi formanni og kvað stjórnina mundu hafa biskup í ráðum um hin mikilsverðustu mál félagsins. Hann minntist og séra Hálfdanar Helgasonar prófasts og ræddi ýmis- legt um starfsaðferðir félagsins. Þá var tekið fyrir aðalmál fundarins: Framkvæmd aukaverka. Frummælendur voru séra Sigurður Pálsson og séra Óskar J. Þorláksson og fluttu þeir báðir miklar og rækilegar ræður um þetta mál og ýmsar hliðar þess. Þakkaði formaður frumælend- um, en að því loknu hófust miklar umræður um málið, er entust út fundartímann. Að tilhlutan hinnar nýju stjórnar var borin fram og sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Prestafélags íslands ákveður að kjósa þriggja raanna nefnd til endurskoðunar á lögum félagsins og þá sér- staklega með tilliti til stjórnarkjörs. Nefndin skili áliti og til- lögum til félagsstjórnar að minnsta kosti mánuði fyrir næsta aðalfund.“ I nefndina voru kosnir: Séra Óskar J. Þorláksson, séra Gunnar Árnason, séra Þorgrímur Sigurðsson. Að fundarstörfum loknum var gengið til kapellunnar, bæn flutt og sálmur sunginn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.