Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 32
390
KIRKJURITIÐ
skipulegar, til þess að þær féllu eyra áheyrenda hans
stundum. Hann var ekki formfastur í máli sínu alla
jafna, þegar um stólræður var að ræða, eða lengra mál,
en hann naut sín oft vel í stuttum borðræðum. Man ég
í því sambandi rómaða slíka ræðu, er hann hélt á Þing-
völlum ekki alls fyrir löngu og mælti fyrir minni Reykja-
víkur. Þannig var um ræðu, er hann flutti hér á fsafirði
við forsetakomuna 1945 og ég hlustaði á. Hann skorti ekki
leiftrandi flug stundum í máli sínu og margt snjallt draup
úr penna hans, en hann varð torræður stundum, svo að
ekki hentaði öllum að fylgja honum eftir eða skilja, hver
meining hans var. Hann hefði því getað sagt: Mitt er að
yrkja, en ykkar að skilja. En þegar getuna vantar að
skilja, hættir mörgum við að kenna hinum aðilanum um.
Því satt er það, sem mælt er, að „árinni kennir illur ræð-
ari“. Svo eldheitur kennimaður sem séra Jónmundur var,
sat hann sjaldan auðum höndum í prestsstarfi sínu. Hann
stundaði kennimannsstarfið af miklum áhuga og dugnaði.
Hann ferðaðist um hið víðlenda og torfæra prestakall
sitt og sótti sóknarbörn sín heim, sem illt áttu með að
sækja til hans kirkju, og flutti þeim orðið. Var hann óspar
á að flytja heimilisguðsþjónustur eða á annan hátt að
tengja fólkið kirkjunni og Guðs orði, og jafnan var hann
reiðubúinn til prestsþjónustu, næstum því hvernig sem
á stóð, og sást þá lítt fyrir um kostnað og erfiði.
Sögu sagði hann mér einu sinni um ákafa sinn að gegna
kallinu, að skíra barn óralangt frá heimili sínu. Að lokinni
messu sunnudag einn heima á Stað, fékk einn kirkjugesta
hans honum bréf, sem skrifað var viku áður, þar sem
hann er beðinn að koma norður í Reykjafjörð áðurnefnd-
an sunnudag og skíra þar barn. Að sjálfsögðu var of seint
að fara þá til að koma í tæka tíð, en hann fer samt
þegar af stað og kemur í Reykjafjörð morguninn eftir
um fótaferðartíma og hafði verið alla nóttina á ferðinni.
Að geyma það til næsta dags, sem gera átti í dag, þoldi
hann ekki og gerði jafnan sitt bezta í því tilliti í starfi