Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 55
KIRKJUKÓRASAMBAND ISLANDS
413
Páll Kr. Pálsson, organleikari, úr Sunnlendingafjórðungi.
Endurskoðendur:
Frú Sigríður Briem.
Baldur Pálmason, fltr.
V araendurskoðendur:
Páll Guðjónsson, byggingarm.
Hálfdan Helgason, verzlm.
Síðast á dagskrá voru önnur mál; bar þá margt á góma, og
tóku ýmsir til máls. — Mikill áhugi og eining ríkti á fundinum.
Að umræðum loknum þakkaði fundarstjóri, séra Jakob Ein-
arsson, prófastur, — en hann hafði tekið við fundarstjórn af
séra Friðriki A. Friðrikssyni, prófasti, — fundarmönnum og
óskaði þeim fararheilla. Þá kvaddi hann og söngmálastjóra, for-
mann sambandsins, og óskaði þess fyrir hönd allra, er sönglífi
unna og fyrir kirkjusönginn vinna, að sambandið megi njóta
starfskrafta hans og áhuga sem lengst og bezt. Söngmálastjóri
þakkaði fagrar óskir sér til handa og bað fundarmenn að syngja
að skilnaði: „Ó, syng þínum drottni, Guðs safnaðarhjörð“, og
var svo gjört, er fundi hafði verið slitið.
Þakkarskeyti barst frá biskupi í fundarlok.
*
Söngmót
hélt Kirkjukórasamband Dalaprófastsdæmis sunnudaginn 9.
tuaí siðastliðinn að Sælingsdalslaug.
Fjórir kirkjukórar sungu á mótinu, ýmist sjálfstætt eða
sameiginlega, og að lokum allir saman, og var sá kór um 80
hianns.
Söngstjóri var séra Pétur T. Oddsson prófastur, er flutti
emnig ávarp í byrjun mótsins og stjórnaði svo öllum lögunum
a hljómleikunum.
Kjartan Jóhannesson kennari Kirkjukórasambands Islands
hafði-æft alla kórana fyrir þetta mót, og lék undir á orgelið
á söngmótinu.
í lok hljómleikanna flutti Sigurður Bii’kis söngmálastjóri
erindi, en Geir Sigurðsson, bóndi að Skerðingsstöðum, þakkaði
songmálastjóra ræðuna og fyrir störfin fyrr og nú í þagu