Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 7
MAGNÚS JÓNSSON:
Helgisiðir.
1 katólskri kirkjn.
Ef maður kemur inn í katólska kirkju, þar sem guðs-
þjónusta fer fram, fer varla hjá því að maður veiti því*
eftirtekt, hve allir hinir mörgu helgisiðir fara fram eðii-
lega og með öruggri vissu. Auðséð er á öllu, að ekki aðeins
klerkarnir, heldur og þeir, er kirkju sækja, vita með vissu,
hvað fram á að fara. Fólkið kann að hegða sér í kirkju.
Þar er ekkert fum né fálm. Prestarnir framkvæma sín verk
nákvæmlega, og söfnuðurinn er enginn eftirbátur í því.
Fólkið situr eða stendur upp, fellur á kné, krossar sig
o. s. frv. eins og þjálfaður íþróttaflokkur.
Sama má segja um það, ef komið er inn í katólska kirkju,
þegar engin sérstök guðsþjónusta er þar flutt. Þeir, sem
inn koma, hreyfa sig og hegða sér með einhverri öruggri
vissu, eins og þeir væru heima hjá sér. Þeir ganga beint
að vígða vatninu og. signa sig, beygja kné á réttum stað,
ganga óhikað að ákveðnum stað og setjast þar eða falla
á kné.
Þetta stafar vafalaust af tvennu. Menn eru kirkjuræknir
og því kirkjuvanir. Og í annan stað er hér ekki um að
villast. Kirkjan hefir sína ákveðnu helgisiði, og eftir því
er farið.
I kirkju liér á laiuli.
Mér sýnist þetta vera allt öðru vísi hér á landi. Ég get
oð vísu ekki sagt, að ég hafi komið í margar kirkjur eða
til margra presta. En mér sýnist undarlega mikill losara-
bragur á því, sem fram fer.
Þetta er þó allt misjafnt. Sumir prestar sýnast fara eftir
helgisiðabókinni út í æsar, þar sem hún á annað borð segir
til um það, hvað gera skuli.