Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 19

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 19
ÁVARP VIÐ VÍGSLU HOFSKIRKJU 377 niinna en þrjú bœnhús til söngs, en ekki verður séð, á hvaða baejum þau voru. Hnappavallakirkja mun að líkindum hafa lagzt af eftir hlaupin miklu 1362. Eyrarhorn hét bær vestur af Hofsnesi. Þar var kirkja. Bær- inn fór af með öllu á 15. öld og þar með kirkjan, og lagðist Þá allt, sem hún hafði átt, með rekum og ítökum, til Hofs- kirkju. Rauðalœkur telja menn, að staðið hafi í suður frá Svína- felli, fram undan Falljökli, sem er á milli Svínafells og Sand- fells. Þar var höfuðkirkja, og eru til tveir fornir máldagar hennar, mjög merkilegir. Rauðalækur fór í eyði 1362, en byggð- ist aftur, unz hann eyddist alveg seint á 15. öld. Lögðust þá eignir kirkjunnar til Sandfells, þar sem áður hafði verið hálf- kirkja, en varð nú alkirkja. Á Sandfelli var síðan prestssetur °g kirkja, en kirkjan þar var rifin og lögð niður 1814, og síðasti Prestur fluttist þaðan 1931. Á Svínafelli mun Flosi Þórðarson fyrstur hafa reist kirkju fljótlega eftir kristnitöku. Kirkja var þar að sjálfsögðu allan uPPgangstíma Svínfellinga, en hún virðist þó hafa lagzt af ekki síðar en öndverðlega á 14. öld. Jökulsfell hét bær í norðvestur frá Skaftafelli, þar sem kallað er bæjarstaður. Þar var hálfkirkja að minnsta kosti fram á 14. öld, og þangað var sungið frá Rauðalæk. í lok 17. eldar sást þarna enn móta fyrir kirkjutóft og kirkjugarði. Hér eru þá taldir staðir allir, þar sem verið hafa kirkjur eða bænhús í þessu héraði fyrr á öldum, en eru nú af teknar. Ekki eru til neinar lýsingar þessara guðshúsa, og engin leið a<5 gera sér neina hugmynd um, hvernig þau hafa litið út, þótt nokkuð sé kunnugt um kirkjugripi og eignir sumra þeirra af oiáldögum. En undarlegt er til þess að hugsa, að slíkur fjöldi guðshúsa skuli eitt sinn hafa verið í þessu héraði, þar sem nu er aðeins eitt eftir, á hinum eina kirkjustað, sem ég hefi ekki enn talið, staðnum hér á Hofi. Sjálft bæjarnafnið Hof beinir huganum að guðsdýrkun, eins °g hún gerðist með þeim mönnum, sem hér námu land í önd- yerðu; sama er að segja um nafnið Goðafjall. Þeir menn trúðu á heiðin goð, og í þessu héraði virðist sennilegt, að Freyr hafi verið tignaður öðrum Ásum meira. Sonarsonur landnámskon- unnar var Þórður Freysgoði, og ættmenn hans voru kallaðir 25

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.