Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 19
ÁVARP VIÐ VÍGSLU HOFSKIRKJU 377 niinna en þrjú bœnhús til söngs, en ekki verður séð, á hvaða baejum þau voru. Hnappavallakirkja mun að líkindum hafa lagzt af eftir hlaupin miklu 1362. Eyrarhorn hét bær vestur af Hofsnesi. Þar var kirkja. Bær- inn fór af með öllu á 15. öld og þar með kirkjan, og lagðist Þá allt, sem hún hafði átt, með rekum og ítökum, til Hofs- kirkju. Rauðalœkur telja menn, að staðið hafi í suður frá Svína- felli, fram undan Falljökli, sem er á milli Svínafells og Sand- fells. Þar var höfuðkirkja, og eru til tveir fornir máldagar hennar, mjög merkilegir. Rauðalækur fór í eyði 1362, en byggð- ist aftur, unz hann eyddist alveg seint á 15. öld. Lögðust þá eignir kirkjunnar til Sandfells, þar sem áður hafði verið hálf- kirkja, en varð nú alkirkja. Á Sandfelli var síðan prestssetur °g kirkja, en kirkjan þar var rifin og lögð niður 1814, og síðasti Prestur fluttist þaðan 1931. Á Svínafelli mun Flosi Þórðarson fyrstur hafa reist kirkju fljótlega eftir kristnitöku. Kirkja var þar að sjálfsögðu allan uPPgangstíma Svínfellinga, en hún virðist þó hafa lagzt af ekki síðar en öndverðlega á 14. öld. Jökulsfell hét bær í norðvestur frá Skaftafelli, þar sem kallað er bæjarstaður. Þar var hálfkirkja að minnsta kosti fram á 14. öld, og þangað var sungið frá Rauðalæk. í lok 17. eldar sást þarna enn móta fyrir kirkjutóft og kirkjugarði. Hér eru þá taldir staðir allir, þar sem verið hafa kirkjur eða bænhús í þessu héraði fyrr á öldum, en eru nú af teknar. Ekki eru til neinar lýsingar þessara guðshúsa, og engin leið a<5 gera sér neina hugmynd um, hvernig þau hafa litið út, þótt nokkuð sé kunnugt um kirkjugripi og eignir sumra þeirra af oiáldögum. En undarlegt er til þess að hugsa, að slíkur fjöldi guðshúsa skuli eitt sinn hafa verið í þessu héraði, þar sem nu er aðeins eitt eftir, á hinum eina kirkjustað, sem ég hefi ekki enn talið, staðnum hér á Hofi. Sjálft bæjarnafnið Hof beinir huganum að guðsdýrkun, eins °g hún gerðist með þeim mönnum, sem hér námu land í önd- yerðu; sama er að segja um nafnið Goðafjall. Þeir menn trúðu á heiðin goð, og í þessu héraði virðist sennilegt, að Freyr hafi verið tignaður öðrum Ásum meira. Sonarsonur landnámskon- unnar var Þórður Freysgoði, og ættmenn hans voru kallaðir 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.