Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 35
SÉRA JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON 393
an þátt í þeim. Af lífi og sál tók hann virkan þátt í fund-
nm og starfi Prestafélags Vestfjarða. Sótti hann jafnan
fundi þess, nema tvo, síðan ég flutti hingað til fsafjarðar.
Á þá fundi gat hann ekki komið, en sendi öðrum þeirra
dýrlegt bréf, sem væri þess vert, að kæmi fyrir almenn-
ingssjónir. Oft flutti hann í sambandi við félagsfundina
kristileg erindi fyrir almenning. Og Lindinni, tímariti fé-
iagsins, sendi hann fjölmargar greinar, sem vitna um trú-
arhita höfundar síns, einlægan kristniboðsáhuga hans og
iöngun að ná til lesanda síns með máli sínu. Honum var
létt um að skrifa og áhlaupamaður á því sviði sem öðru.
Séra Jónmundur er mér tvímælalaust sá minnisstæð-
asti maður, sem ég hefi kynnzt. Hann hafði allt til þess
að bera. Hann var höfði hærri flestum mönnum og þrekinn
að sama skapi. Hann bar kraftinn utan á sér og skapið
var bæði mikið og heitt, þar byltist dýpst í barmi logandi
eldur, sem brann svo að segja með sömu glóð allt til ævi-
l°ka. Hann gat verið harður í horn að taka, en hann
var líka tilfinninganæmur, kom það meðal annars fram
í umhyggjusemi hans. Hann var mér mildur og hjálp-
samur, og drengur í raun. Ég hefi honum því mikið að
bakka fyrir margan veittan greiða sem embættisbróður
°g vini, sem ég vil hér með þakka fyrir af einlægum huga.
Það er tómlegra síðan séra Jónmundur leið. Það er
sem svipmynd Vestfjarða hafi breytzt og þeir tapað við
fuáfall hans. Það er sem einn núpurinn, sem prýðir svo
Vestfirði og ver þá hinni þungu haföldu, hafi hrunið til
gi'Unna. Slíkur sjónarsviptir er að honum. Hann var ímynd
hins nyrzta útvarðar, er stendur teinréttur af sér hafrót
°g storma, kulda og nepju hins nyrzta hjara. Slíkur var
aianndómur hans, karlmennska og þor.
Sigurður Kristjánsson.
26