Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 65

Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 65
PRESTAFELAG AUSTURLANDS 423 „Prestaíélag Austurlands fagnar því starfi, sem unnið er til þess að ráða bót á áfengisbölinu. Lítur það svo á, að heilbrigt almenningsálit vinni mikillega gegn því. Skorar það því á alla trúnaðarmenn ríkisins og aðra leiðandi menn, að leggja sig fram um það, að þetta almenningsálit aukist á meðal þjóðar- innar. Umræðum um launamálið var haldið áfram, en engin ályktun gerð. Skálholtsmálið. Allmikið var rætt um það mál og svohljóð- andi ályktun samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands lýsir ánægju sinni yfir þeim fornleifarannsóknum, er framkvæmdar hafa verið í Skál- holti og þakkar öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að hin nýja Skálholtskirkja skuli byggð í stíl við eldri kirkjur staðarins, svo að samhengi byggingarsögunnar varðveitist, að svo miklu leyti sem unnt er. Fundurinn álítur ennfremur, að endurreisn Skálholts hljóti að fela í sér endurreisn biskupsstóls í Skálholti, og minnir í því sambandi á Hóla í Hjaltadal. Beinir fundurinn þeirri ósk til biskups íslands, að hann hlutist til um að lagt verði fyrir Al- þingi frumvarp um skipun biskupsvaldsins, svo sem bezt þykir hæfa framtíð hinnar íslenzku kirkju.“ í sambandi við framsöguerindi séra Þorgeirs Jónssonar um kirkjuna var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: Aðalfundur Prestafélags Austurlands, haldinn á Djúpavogi 10. og 11. september 1954, gerir þá ályktun, að brýn nauðsyn sé á því að auka til muna kristinfræðakennslu í barna- og unglingaskólum landsins og prestum verði veitt lagaleg heimild til þess að kenna kristinfræði í skólunum, þar sem því verður við komið og þeir óska þess. Að öðrum kosti sé þeim falið eftirlit með kristinfræðikennslunni. Önnur mál. Samþykkt var að fela væntanlegum stjórnum félagsins að skipuleggja messugerðir í sambandi við aðalfund Þess og taldi fundurinn æskilegt, að prestar messuðu tveir og tveir saman. Stjórnarkosning. Kosningu hlutu: Séra Jakob Einarsson, pró- fastur, Hofi. Séra Erlendur Sigmundsson, Seyðisfirði, og séra Sigurjón Jónsson, Kirkjubæ. Varamenn: Séra Ingi Jónsson, Norðfirði, og séra Haraldur Jónasson, prófastur, Kolfreyjustað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.