Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 27
SAMSTARF PRESTA OG LÆKNA
385
læknir í Reykjavík, sem nú er formaður félags vors, fram í
fyrirlestri, sem hann hélt í Ólafsvíkurkirkju hinn 4. sept. 1948,
á fundi í prestafélagsdeildinni „Hallgrímsdeild". Sá fyrirlestur
birtist síðar á prenti í tímaritinu Víðförla, 4. hefti 1948, og
nefndist þar Sálgæzla, samstarf presta og lækna. Hann hélt því
fram þar, að trúarþörf mannssálarinnar væri svo sterk, að það
hefði illar afleiðingar að vinna gegn henni.
Þetta tekur svissneski læknirinn Poul Tournier til meðferðar
í ritum sínum. Hann talar um hjálp, sem menn fá veitt, og
hjálp, sem Guð einn getur veitt, til þess að fá lækningu þeirra
sjúkdóma, er hugann þjaka. Skriftirnar telur hann mikla hjálp,
en það er mannleg hjálp. Hin guðlega hjálp er fólgin í fullvissu
um fyrirgefningu synda sinna, fólgin í friði Guðs, sem er æðri
mannlegum skilningi.
Margir kristnir læknar leggja nú mikla áherzlu á gildi skrift-
anna. En skriftir nefnast það, að segja presti, lækni eða ein-
hverjum trúnaðarmanni frá öllu því, sem hugann þjáir. Fátt er
meira virði fyrir mannssálina en það, að hún þurfi ekki ein að
bera þungar byrðar lífsins. Það er gott að eiga trúnaðarvini,
sem algerlega er hægt að treysta. Að geta opnað sálu sína, sín
leyndustu hugskot, fyrir öðrum. Þá er byrðin ekki lengur borin
&f einum, heldur tveimur.
Pólk þarf almennt að vita, að bæði prestar og læknar eru
bundnir algerri þagnarskyldu um allt, sem þeim er trúað fyrir.
Það þarf enginn að óttast, að þeir ljósti upp leyndarmálum.
Þeir mundu fyrr deyja, eins og prestarnir á Ítalíu, sem Musso-
hni lét taka af lífi fyrir það eitt, að þeir fengust ekki til að
segja frá leyndarmálum, sem andstæðingar hans höfðu trúað
Þeim fyrir.
Er ég nú hefi minnzt á skriftirnar, vil ég geta þess, að margir
læknar halda því fram í ritum sínum, að það sé skriftunum að
Þakka, að minna ber á taugaveiklun meðal kaþólskra manna
en Mótmælenda. En skriftir eru skylda enn í dag í kaþólsku
hirkjunni. Þess vegna segja þeir, að Mótmælendakirkjan eigi
að taka upp þennan sið. Þeir vilja gera hverjum manni að
skyldu að skrifta að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir presti
sínum.
Margir prestar eiga enn því láni að fagna, að sóknarbörn
þeirra leita til þeirra með vandkvæði sín. Og þjóð vor er nú