Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 24

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 24
382 KIRKJURITIÐ c) að vinna að aukinni menntun presta og lækna í sálarfræði, sálsýkisfræði, geðvernd og kristilegri sálgæzlu“. Aðalatriðið er þetta: „að hagnýta faglega þekkingu og reynslu, sem prestar og læknar hafa öðlazt meö samstarfi til gagns því fólki, sem þeim er ætlað að hjálpa“. Á síðustu árum, einkum þó í síðustu heimsstyrjöld, og á árun- um eftir hana, hafa vísindin tekið stórkostlegum framförum í öllum greinum. Ekki einungis á sviði atomvísinda og tækni, heldur einnig á sviði læknisfræðinnar og sálarfræðinnar. Á þeim sviðum vísindanna hafa með hverju nýju ári gjörzt stórstígar framfarir. Svo stórstígar eru þær, að það má kalla, að á þeim sviðum hafi bylting átt sér stað. Ein stærsta byltingin á sviði læknisfræðinnar var gerð, þegar það varð fullljóst, að margir sjiikdómar stafa af andlegri eða sálrœnni orsök. Langt fram á þessa öld byggði læknisfræðin alveg á efnis- legum (materíaliskum) og líkamlegum grundvelli. Því var haldið fram í nafni vísindanna, að allir sjúkdómar ættu líkam- lega orsök. Því var trúað, að allir geðsjúkdómar væru í innsta eðli sínu likamlegir, sjúkdómsorsökin væri í heilanum eða taugakerfinu. Meðan svo var ástatt, að flestir læknar höfðu alveg efnislega lífsskoðun, og öll þeirra kennsla og lærdómur miðaðist við þá lífsskoðun, var vart hugsanlegt samstarf með læknum og prestum. Kristin kirkja hefir allt frá stofnun sinni hinn fyrsta hvítasunnudag haldið fast fram andlegri lífsskoðun. Hornsteinn kirkjunnar er andlegur, og á andlegum grundvelli hafa því prestar kirkjunnar reist lífsskoðun og lífsstefnu sína. Kirkjan og prestar hennar hafa haldið því fast fram, og það eins á tímum efnishyggju og skynsemistrúar, að maðurinn væri meira en líkami, að hann væri sál og andi. Maðurinn, þ. e. mannlegur líkami, væri gæddur sál, sem sköpuð er í Guðs mynd. Og meira að segja, þessi sál væri ódauðleg. Þessar tvær lífsskoðanir, hin efnislega og hin andlega, hafa sífellt rekizt alveg hvor á aðra sem algjörar andstæður. Þær hafa ekkert átt sameiginlegt. En svo sannast það samkvæmt vísindalegum leiðum, með aðferðum raunvísinda nútímans, að ekki einungis geðsjúkdóm- ar, heldur margir líkamlegir sjúkdómar eiga oft og tíðurn andlega orsök, t. d. magasár, lifrarveiki og sumir húðsjúkdómar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.