Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 33
SÉRA JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON 391 sinu sem prestur. Hann sást lítt fyrir, þótt hann yrði sem í þessu tilfelli að taka á sig stranga næturferð, tvær sjó- ferðir og heiðargöngu og kosta miklu til. Er hann kom hingað til Isafjarðar á ferðum sínum, var hann jafnan búinn til þjónustu. Taldi hann ekki eftir sér, þótt gamall væri orðinn, að flytja þrjár messur sama daginn, bæði hér heima og í Hnífsdal. Þannig prédikaði hann í seinasta sinni hér rétt fyrir s.l. páska af eldmóði og brennandi áhuga. Séra Jónmundur var búmaður mikill. Hafði hann jafnan stórt bú á Stað, nema nú hin síðustu ár. Hann nytjaði vel jörð sína og húsaði hana vel. Er hann kom að Stað vorið 1918 var jörðin í eyði og næstum því húsalaus með öllu. Byggði hann þá þar allt upp, en í janúar 1921 brann íbúðarhúsið til kaldra kola í norðanstórhríð og bjargaðist fólk þá nauðuglega. Hófst hann þegar handa og reisti um sumarið íbúðarhús úr steinsteypu, sem stendur þar enn. Þá bætti hann og annan húsakost jarðarinnar og túnið bætti hann að miklum mun, bæði stækkaði það, sléttaði og girti. Jafnan gekk hann til allra verka á búi sínu sumarlangt. Þannig stundaði hann vorverk eftir því, sem þurfti, og að heyskap gekk hann sem hver annar. Sláttumaður var hann mikill og raunar hamhleypa til allra verka. Tók hann daginn snemma og reis árla úr rekkja og vann þá jafnan margra manna verk. Á átttugasta árinu, eða sum- arið 1953, sló hann einn allt Staðartún nær 300 hesta töðuvöll, enda ofreyndi hann sig þá, en slik var harka hans og skap, að ekki gafst hann upp, þótt hann yrði að hvíla sig við þriðja hvert ljáfar og standa fram á orfið sér til stuðnings. Kom þá fram hjartabilun sú, sem ágerðist svo s.l. vor, að leiddi hann til dauða. I átökum sást hann oft lítt fyrir og varaði sig ekki á ellinni, sem sagði hér óþyrmilega til sín og kom honum loks á kné. Árið 1921 var séra Jónmundur kosinn í hreppsnefnd í sveit sinni. Oddviti hennar varð hann þá þegar og hélt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.