Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 10
368
KIRKJURITIÐ
fasta og ákveðna helgisiði, jafnhliða því, sem hún vitan-
lega leyfir allar aðferðir við hvers konar samkomur og
vakningaathafnir, sem einstakir prestar hafa um hönd
og telja til góðs að hafa?
Ég er þeirrar skoðunar:
1. Að þar sem helgisiðabók kirkjunnar mælir fyrir um
ákveðnar athafnir, beri prestum að fylgja þeim alveg út
í æsar.
2. Að þetta sé prestunum sjálfum mestur styrkur í
starfinu.
3. Að út frá þessu eigi að haga helgisiðabókinni. Mæla
nákvæmlega fyrir um það, sem fylgja ber. Geta þess skýrt,
þar sem um ráðleggingar er að ræða. Og loks láta alveg
laust um það, sem prestum er lagt á sjálfsvald.
Þetta ætla ég ekki að rökstyðja frekar áð sinni. Ég tel
þetta nauðsynlegt fyrir kirkjuna sem stofnun. Og mér
finnst það undarlegt ræktarleysi og óhlýðni, ef prestar
vilja ekki gera svo lítið fyrir móður sína eins og þetta,
jafnvel þó að þeim finnist þeir sjálfir vitrari.
Tfelgisiðabókin.
Það er í raun og veru engin furða, þó að fólkið, kirkju-
gestirnir, ruglist stundum í ríminu, því að þetta ólag kemur
alla leið frá hæstu stöðum, helgisiðabókinni og prestunum-
Helgisiðabókinni þurfum við alltaf að vera að breyta.
Ekki eldri en ég er, man ég þó eftir þrem helgisiðabókum
í notkun. Fram eftir aldri mínum var notuð Handbók
presta frá 1879. Ég er prestssonur og heyrði föður minn
ávallt fara með allt eftir þessari handbók. Þegar ég varð
sjálfur prestur, var búið að umturna öllu með Helgisiða-
bókinni frá 1910. En ekki mátti við svo búið standa, og
kom ný helgisiðabók 1934. Eiri helgisiðabók fyrir hverja
prestakynslóð og vel það. Jafnvel „Faðir vor“ og trúarjátn-
ingin breytast. Og ef svo fer um hin grænu trén, hvernig
mun þá fara um hin visnu?
Þó að þessi síðasta helgisiðabók hafi vissulega sína kosti,