Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 37

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 37
SÉRA EIRÍKUR HELGASON 395 Drottins. — Slíkt verður ekki sagt um séra Eirík Helga- son, — hann nam staðar á vegamótum æsku og fullorð- insáranna og hlustaði gaumgæfilega. Og orð Drottins kom til hans: „Hvar er Abel bróöir þinn?“ Einmitt þessa spurningu lagði Drottinn hinum unga og starfsfúsa sveini i brjóst. — Og við getum verið viss um, að hann hefir í alvöru og einlægni spurt bæði sjálfan sig og þann Guð, sem hafði kallað hann: ,,Á ég að gæta bróður míns?“ En svo fór ungi maðurinn að líta í kringum sig, — og þá leið ekki á löngu, unz honum varð Ijós hin ægilega, hrópandi neyð bróðurins, sem lá við veginn, — hrakinn, — smáður, — nær því ósjálfbjarga. Jú, — þetta var hans köllun, SAihlutverk, — honum bar heilög skylda til að gæta bróður síns. — En þá vaknaði spurningin um það, í hvaða starfi hann gæti bezt orðið við þessari heilögu köllun. Víst var það mögulegt á margan hátt, — margvísleg störf gátu komið til greina. En, — hann hafði fundið, að það var sjálfur Guð, sem kallaði hann til starfa. Honum vildi hann því helga ævistarf sitt. f hans nafni gekk hann út 1 baráttuna fyrir bættum kjörum bróðurins. — Það má Segja, að eitt af hans eftirlætisskáldum marki lífsstefnu hans með þessum orðum: „Hann sá, að eiginelskan blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okið, lagt af bróður hans.“ í nafni föðurins og fyrir bróðurinn vígðist Eiríkur Helga- Sen til prestsþjónustu hinnar íslenzku þjóðkirkju. Séra Eiríkur Helgason fæddist 16. febrúar 1892 að Eiði a Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Árna- s°n og Kristín Eiríksdóttir, búendur þar. Hann ólst upp a Eiði hjá foreldrum sínum fram til fullorðinsára. En t*egar hann stóð á tvítugu, gerðist sá sorglegi og óvænti atburður, að Helgi, faðir hans, drukknaði. Og segja má,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.