Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 58
Frá kirkjukór Sauðárkróks. Enn sem fyrr hefir kirkjukór vor reynzt framsækinn og ferðdjarfur. Um skeið hafði hann undirhúið söngför austur á bóginn. Og laugardaginn 15. maí tímanlega var safnazt í kirkjuna. Sálmur var sunginn og bæn flutt af söngstjóra. Þar með var förin hafin í tveim stórum bílum, sem leið liggur um Skagafjarðarhérað og öxnadalsheiði. Eftir stutta dvöl a Akureyri var haldið nær viðstöðulaust til Húsavíkur. Sungið var þar í kirkjunni um kvöldið við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Að lokum söng kórinn og kirkjukór Húsavíkur tvö lög sameiginlega undir stjórn söngstjóra sinna, Eyþórs Stefánssonar og séra Friðriks Á. Friðrikssonar. Húsvíkingar sýndu kórnum frábæra gestrisni, hlýleik og bróðurhug. Var gist á Húsavík um nóttina. En árdegis næsta dag var haldið aftur af stað vestur á um Laxárvirkjun og Reykjadal í dýrð- legu veðri að Laugum. Neðarlega í dalnum kom Páll H. Jóns- son kennari til móts við flokkinn. Var hann mjög kærkominn og nytsamur leiðsögumaður inn dalinn. Á þeirri leið var flokknum skipt í smærri hópa á bæina til hádegisverðar. Til Lauga var komið upp úr nóni. Sungið var þar um kl. 4 við ágæta aðsókn og kórnum tekið forkunnarvel og áheyrendum. Eftir sönginn var kórnum boðið til kaffidrykkju í skólahúsinu. Að því stóðu aðallega Kirkjukór Einarsstaðasóknar og Karla- kór Reykdæla. Fluttu þar ræður Jón Haraldsson bóndi á Ein- arsstöðum, söngstjórarnir Sigfús Hallgrímsson í Vogum og Páll H. Jónsson á Laugum. En Jónas Helgason á Grænavatm stjórnaði sameiginlegum söng undir borðum. Formaður Sauð- árkrókskórs flutti Reykdælum þakkir og mælti fyrir minm sveitar og sýslu. — Að lokum flutti söngstjórinn Eyþór Stefáns- son þakkir þingeyskum söngfélögum fyrir höfðinglegar og ógleymanlegar móttökur. — Hafin var svo heimför upp úr miðaftni. Nokkur dvöl á Akureyri og komið lieim til Sauðár- króks á öndverðri nóttu. I kórnum eru nú um 40 manns. — Einsöngvarar eru Snæ- björg Snæbjörnsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Svavar D- Þorvaldsson, Sig. P. Jónsson. — Frú Sigríður Auðuns annaðist píanó-undirleik. J. Þ. Bj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.