Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 64
Aðctlfundur Prestafélags Austurlands.
Aðalfundur Prestafélags Austurlands var haldinn á Djúpa-
vogi 10.—13. september s.l. og sóttu hann 9 prestar. Séra Jakob
Jónsson, Reykjavík, sat fundinn sem formaður Prestafélags
íslands.
Formaður félagsins, séra Haraldur prófastur Jónasson, setti
fundinn og stjórnaði honum. Áður en gengið var til dagskrár,
flutti séra Haraldur Jónasson prédikun. Sálmar voru sungnir
fyrir og eftir.
Þá flutti séra Þorgeir Jónsson erindi um kirkjuna, og fóru
fram umræður um það efni. Umræðunum var síðan frestað til
næsta dags og næsta mál tekið fyrir, en það var:
Launamál presta, og hafði séra Jakob Jónsson framsögu.
Nokkrar umræður urðu um málið og var því síðan frestað til
næsta dags.
Klukkan 9 um kvöldið voru fluttir tveir opinberir fyrirlestr-
ar í samkomuhúsinu Neista. Séra Jakob Einarsson, prófastur,
Hofi, talaði um kirkjulegt starf, og séra Jakob Jónsson, Reykja-
vík, um barnatrú.
Fundi var haldið áfram laugardaginn 11. september. Séra
Haraldur Jónasson prófastur las upp svohljóðandi skeyti, sem
borizt hafði frá biskupi íslands:
„Prestafélag Austurlands, Djúpavogi.
Guð blessi aðalfund yðar og öll störf. Hjartanlegar kveðjur.
Þökk fyrir liðnu árin.
Asmundur Guðmundsson.
Fundurinn samþykkti að senda biskupinum eftirfarandi
skeyti:
„Biskupinn, Reykjavík.
Þökkum hjartanlega árnaðaróskir og kveðjur. Guð blessi
störf yðar. _ ^ ^ „
Prestafelag Austurlands.
Séra Haraldur Jónasson prófastur flutti erindi um bindindis-
mál. Eftir talsverðar umræður var svolátandi tillaga frá prófasti
samþykkt í einu hljóði: