Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 47

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 47
150 ÁRA AFMÆLI 405 konar fundur haldinn. Þá vorum við Norðurlandabúar á meðal þeirra, sem fluttu kveðjur. — Hið íslenzka Biblíufélag hafði sent mjög fagurt ávarp, sem biskup íslands hafði samið, og var það bundið í forkunnarlega smekklegt band, og voru snúr- urnar með hinum íslenzku fánalitum. — Ég las ávarpið. Þegar fundinum lauk, gengu margir upp að borðinu, þar sem ávarpið lá, til þess að skoða það. Bæði hið fagra ávarp og hinn prýði- legi frágangur var Hinu íslenzka Biblíufélagi til hins mesta sóma. Næsta dag (4. maí) var mikið um að vera í Biblíuhúsinu, því að von var á Elízabetu ekkjudrottningu. Hún afhjúpaði plötu, sem var greypt inn í vegginn við innganginn, til minnis um heimsókn hennar og Georgs konungs árið 1949. — Ég var á meðal þeirra, sem látnir voru ganga fyrir drottninguna, og tók hún okkur öllum með sinni vanalegu ljúfmennsku. Drottn- ingin spurði mig, hvort Hið íslenzka Biblíufélag væri í framför, og sagði ég svo vera, — og vona ég fastlega, að það hafi ekki verið ofmælt hjá mér. Miðvikudaginn 5. maí var afmælishátíð félagsins haldin í Central Hall, Westminster. Morgunfundurinn byrjaði kl. 11, og stjórnaði hinn nafnkunni norski biskup, dr. Berggrav, honum. Stuttar ræður voru haldnar af fulltrúum ýmsra landa, sem tilheyra brezka heimsveldinu, brezka kirknasambandinu og hin- um brezku kristniboðsfélögum. Prófessor Dodd, sem með hjálp margra sérfræðinga er að vinna að nýrri Biblíuþýðingu á ensku, sleit fundinum nieð nokkrum orðum um það starf. Þegar þessum fundi var lokið, fengum við að vita, að fulltrúar landanna skyldu ganga í skrúðgöngu inn í fundarsalinn í byrjun kveldfundarins, og skyldu fánar landa þeirra vera bornir á undan þeim, — og þurftum við að æfa skrúðgönguna. — Vænt þótti mér um að sjá, að þeir höfðu útvegað fallegan íslenzkan fána, og að það var laglegur skátadrengur, sem átti að bera hann. Þessi skrúðganga var mjög hátíðleg, og sómdi hinn fagri íslenzki fáni sér prýðilega á meðal hinna mörgu fána erlendra landa. — Þetta var mér mikið gleðiefni, því að tómlegt hefði verið, ef fána íslands hefði vantað á þessari hátíð. Erkibiskupinn af Kantaraborg stjórnaði kveldfundinum. Margir vissu, að það var 67 ára afmæli hans, svo að honum var tekið með miklu lófaklappi. Eftir að hann hafði boðið

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.