Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 62
Aðalfundur Prestafélags Suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn að Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954. Sóttu 20 sunnlenzkir prestar fundinn ásamt herra biskupin- um. Auk þess voru þau gestir fundarins séra Magnús Guðmunds- son frá Ólafsvík, Ezra Pétursson læknir og frú Millet, starfs- maður ensku kirkjunnar, sem ávarpaði fundinn. Er prestarnir höfðu flutt guðsþjónustur tveir og tveir saman í nærliggjandi kirkjum, söfnuðust þeir saman í gistihúsinu í Haukadal. Þar fluttu þeir erindi á sunnudagskvöld séra Magnús Guðmundsson og Ezra Pétursson á vegum „Félags lækna og presta". Fjölluðu erindi þeirra um geðvernd og sálgæzlu sjúkra. Næsta dag var að afliðnu hádegi haldið í Skálholt og rætt aðalmál fundarins: Endurreisn Skálholts. Frummælendur voru prófessor Sigurbjörn Einarsson og séra Björn Jónsson. Var eftir- farandi tillaga frummælenda í því máli samþykkt: „Aðalfundur Prestafélags Suðurlands, haldinn í Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954 lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að leggja beri áherzlu á, að hin nýja kirkja, sem áformað er að reisa í Skálholti, fái í meginatriðum svipmót þeirra dóm- kirkna, sem áður voru á staðnum. Bendir fundurinn á þá stað- reynd, að greinilegt samhengi er í stil Skálholtsdómkirkna um hálfrar 7. aldar skeið og telur, að söguhelgi staðarins krefjist þess, að tekið sé tillit til og miðað við þessa stílhefð, þegar ný kirkja er reist á grunni hennar.“ Önnur ályktun um Skálholt var einnig gerð á fundinum a þessa leið: „Aðalfundur Prestafélags Suðurlands haldinn í Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954 æskir þess, að Skálholt verði biskupssetur að nýju og kýs þriggja manna nefnd til þess að athuga í samráði við biskup, hvernig því megi bezt verða fyrir komið.“ í þá nefnd voru kjörnir séra Sveinbjörn Högnason, séra Sigur- björn Einarsson og séra Sigurður Pálsson. Prestarnir róma mjög allan beina og fyrirgreiðslu í gistihús- inu í Haukadal og eins móttökurnar í Skálholti, og sérstakar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.