Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 62

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 62
Aðalfundur Prestafélags Suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn að Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954. Sóttu 20 sunnlenzkir prestar fundinn ásamt herra biskupin- um. Auk þess voru þau gestir fundarins séra Magnús Guðmunds- son frá Ólafsvík, Ezra Pétursson læknir og frú Millet, starfs- maður ensku kirkjunnar, sem ávarpaði fundinn. Er prestarnir höfðu flutt guðsþjónustur tveir og tveir saman í nærliggjandi kirkjum, söfnuðust þeir saman í gistihúsinu í Haukadal. Þar fluttu þeir erindi á sunnudagskvöld séra Magnús Guðmundsson og Ezra Pétursson á vegum „Félags lækna og presta". Fjölluðu erindi þeirra um geðvernd og sálgæzlu sjúkra. Næsta dag var að afliðnu hádegi haldið í Skálholt og rætt aðalmál fundarins: Endurreisn Skálholts. Frummælendur voru prófessor Sigurbjörn Einarsson og séra Björn Jónsson. Var eftir- farandi tillaga frummælenda í því máli samþykkt: „Aðalfundur Prestafélags Suðurlands, haldinn í Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954 lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að leggja beri áherzlu á, að hin nýja kirkja, sem áformað er að reisa í Skálholti, fái í meginatriðum svipmót þeirra dóm- kirkna, sem áður voru á staðnum. Bendir fundurinn á þá stað- reynd, að greinilegt samhengi er í stil Skálholtsdómkirkna um hálfrar 7. aldar skeið og telur, að söguhelgi staðarins krefjist þess, að tekið sé tillit til og miðað við þessa stílhefð, þegar ný kirkja er reist á grunni hennar.“ Önnur ályktun um Skálholt var einnig gerð á fundinum a þessa leið: „Aðalfundur Prestafélags Suðurlands haldinn í Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954 æskir þess, að Skálholt verði biskupssetur að nýju og kýs þriggja manna nefnd til þess að athuga í samráði við biskup, hvernig því megi bezt verða fyrir komið.“ í þá nefnd voru kjörnir séra Sveinbjörn Högnason, séra Sigur- björn Einarsson og séra Sigurður Pálsson. Prestarnir róma mjög allan beina og fyrirgreiðslu í gistihús- inu í Haukadal og eins móttökurnar í Skálholti, og sérstakar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.