Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 12
370
KIRKJURITIÐ
sér að altari“. Höfundar bókarinnar hafa ekki staðizt þessa
nýjung.1) 1 helgisiðabókinni 1910 stóð: „-les meðhjálp-
arinn eða einhver af söfnuðinum þessa bæn í kórdyrum“.
En um bænina eftir messu er þar gefið undir fótinn með
að losa söfnuðinn við ónæðið, því að þar segir, að sleppa
megi henni, ef prestur og söfnuður verða sammála. Sí-
felldar breytingar og los.
Prestarnir.
Eins og ég sagði fyrr, eiga prestar ekki óskilið mál um
meðferð á helgisiðum. En af þeim frekar fáu, sem ég hefi
komið til, víkja flestir eitthvað meira og minna frá helgi-
siðareglunum.
Ýmsir segja til dæmis ,,Amen“ á eftir pistli og guðspjalli
fyrir altari. Þetta var ekki gert, meðan tónað var, og á
ekkert frekar að vera, þótt nú sé lesið, enda gerir þetta
enginn sá prestur, sem vandar sig um helgisiði.
Þá er jafnvel nokkur glundroði um það, hvernig prestur
snýr sér fyrir altari.
Ég skal að vísu játa, að ég er ekki mikill helgisiðafræð-
ingur. Mér er það ekki heldur neitt kappsmál, að lesa hér
inn í nein vísindi, heldur hitt, að íslenzka þjóðkirkjan og
prestar hennar viti, hvað þeir vilja í þessu, og hafi eina
og sömu aðferð.
Mér finnst til dæmis, að prestur eigi ávallt að snúa sér
fyrir altari sólarsinnis, en ekki rangsælis. Þetta er lítið,
en í helgisiðum eru það oft smámunirnir, nákvæmnin, sem
sker úr.
Og mér finnst hægt að marka mjög skýra reglu um
það, hvenær prestur snýr sér að altari og hvenær frá því.
1 kirkjunni er altarið tákn Guðs nærveru. Það er á tákn-
legan hátt Guð sjálfur.
Þess vegna snýr presturinn sér ávallt að altari, þegar
hann beinir orðum sínum til Guðs.
1) Ég sé nú, mér til gleði, að leikmaður les bænina í dómkirkjunni.