Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 20
378
KIRKJURITIÐ
Freysgyðlingar. Til Freyshelgi bendir og nafnið Freysnes. Má
því víst þykja, að höfuðhof héraðsins, sem staðið hefir hér að
Hofi, hafi einkum verið helgað Frey, goðmagni frjósemi og
auðsældar. Þegar landsmenn snerust til kristni um 1000, mun
hafa farið hér sem víða annars staðar, að helgidómurinn hélzt
á þeim stað, sem verið hafði, heiðnu hofi var breytt í kristna
kirkju. Ekki er hennar þó beinlínis getið í heimildum fyrr en
í máldaga 1343, er sýnir, að hún er þá allauðug orðin og hér
á að vera prestur og djákni. Til Hofs lágu þá og tvö bænliús,
sem ekki er ljóst, á hvaða bæjum hafa verið. Kirkja hér á
Hofi var í pápiskum sið helguð Clemens páfa. Hún efldist eftir
því sem leið á miðaldir, meðal annars þegar eignir Eyrarhorns-
kirkju voru lagðar henni 1482. En í lúterskum sið hafa prestar
ekki setið hér, en kirkjan jafnan verið annexía frá Sandfelli-
Sitthvað mætti eflaust grafa upp í gömlum heimildum um
sögu kirkju og kirkjugripa hér á Hofi á seinni öldum. Það hefi
ég lítt kannað, en allt virðist mér benda til, að eftir siaðskipti
hafi kirkjur verið hér smáar og í fátæklegra lagi. Kirkja sú,
sem vér erum nú stödd í og biskup landsins hefir vígt í dag
eftir rækilega viðgerð, var byggð á árunum 1883—84 og er
því ekki nema 70 ára gömul. Kirkjuna smíðaði Páll snikkari
Pálsson, sonur Páls prófasts Pálssonar í Hörgsdal, gáfumaður
mikill, smiður sæmilegur og afkastamikill og smíðaði margt
um sína daga, einkum hér í Skaftafellssýslu.
Þó að ekki sé kirkjan eldri en þetta, var hún á síðustu áiaim
orðin það lasin, að ekki voru tiltök annað en gera við hana
alveg frá rótum eða eyðileggja hana að öðrum kosti og byggja
nýja kirkju. Kom þá þegar til orða, að þar sem torfkirkjur i
hinum gamla íslenzka stíl væru nú svo fáar eftir orðnar í land-
inu, væri athugandi, hvort ekki væri rétt að láta þessa kirkju
standa í sinni gömlu mynd. I maí 1952 kom ég hingað austur,
og virtist mér þetta ráð vera hið eina rétta. Var og sýnilegur
áhugi sóknarmanna og tryggð við gömlu kirkjuna, og héraðs-
prófastur, sem lengi hefir verið sóknarprestur að þessari kirkju,
var málsins einnig fýsandi. Menntamálaráðuneytið heimilaði,
að kirkjan yrði tekin á fornleifaskrá og til viðgerðar hennar
varið fé af þeim fjármunum, sem árlega eru veittir til viður-
halds gömlum byggingum, er menningarsögulegt gildi hafa-
Með sérstökum samningi afhenti söfnuðurinn þjóðminjaverði