Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 29
SAMSTARF PRESTA OG LÆKNA
387
sýnir, lífsglaðir menn gera aðra glaða og bjartsýna, en bölsýnir
menn gera aðra svartsýna og leiðigjarna á lífið.
Andlegt ásigkomulag manna er smitandi, ef svo má að orði
komast. — Ég held, að vér gerum oss þessa ábyrgð lífsins ekki
eins ljósa og vera skyldi. Þessa sálarábyrgð vora á heilsufar
annarra. En hvað sem þessari ábyrgð líður, er vert að veita
henni athygli, að lækning með bæn og handayfirlagningu og
lækning með fyrirbæn, ef sjúklingurinn er fjarverandi, hefir átt
sér stað um aldaraðir. Sálarorka, trúarorka, hefir streymt frá
hinum heilbrigða til hins veika. Frelsari vor og Drottinn fann
hraft streyma frá sér, er blóðfallssjúka konan snart klæði hans.
Þótt vor kraftur sé veikur á móts við almættiskraft hans, þá
eigum vér þó öll kraft, sem streymt getur upp til sjálfs al-
mættisins, svo að frá hinum almáttka streymi niður náð. Fyrir-
bæn fyrir þeim sjúku er kristileg skylda vor. Veika fyrirbæn
vora getur sjálft almættið notað til þess að beina sínum krafti
að sálum sjúklinganna.
Samtök presta og lækna á íslandi vilja vera samtaka í því
að beina guðlegum krafti að sálum manna, krafti, sem verndar
hina heilbrigðu frá því að sýkjast, og krafti læknisins mikla,
sem gekk um kring og gjörði gott og græddi alla, til þeirra,
sem sjúkir eru, svo að þeir fyrir kraft hans og náð megi heil-
brigðir verða
Magnús Guðmundsson.
Innlendar fréttir.
Nýr dósent í guðfræðideild.
Hinn 1. október síðastliðinn skipaði menntamálaráðherra,
Bjarni Benediktsson Þóri Þórðarson dósent í guðfræðideild
Háskólans. Kennslugreinar hans eru Gamla testamentisfræði
°g Nýja testamentisfræði.
100 ára afmæli
Kvennaskólans í Reykjavík var á þessu hausti. Mun Kirkju-
Htið birta að því tilefni grein um stofnanda hans, frú Þóru
Melsteð.