Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 23
Samstarf presta og lœkna.
Hinn 22. júní 1953 var stofnað hér í Reykjavík félag, sem
nefnist „Samtök presta og lækna á íslandi“. Við stofnun félags
þessa voru mættir tveir helztu leiðtogar slíkra félaga í Dan-
niörku, þeir dr. med. Jörgen Madsen yfirlæknir við Sct. Hans
Hospital í Hróarskeldu, og séra Villy Baunbæk, sóknarprestur
við Sct. Jörgenbergskirkju í Hróarskeldu.
Þeir héldu báðir fyrirlestra um störf slíkra félaga í Dan-
rnörku, og nauðsyn þess að prestar og læknar störfuðu saman.
Félög presta og lækna á Norðurlöndum heita „Præsters og
Lægers Samvirke".
Á síðari árum hafa slík félög verið stofnuð víða um heim.
Fyrst voru þau stofnuð í hinum enskumælandi löndum, og frá
þeim löndum hefir hugsjónin borizt til annarra landa, einkum
til Evrópu. Þar hafa slík félög verið stofnuð á öllum Norður-
löndunum, og í mörgum öðrum löndum álfunnar. í fyrra héldu
öll slík félög, sem nú starfa í heiminum, sameiginlegan fund
með sér, í sambandi við fund presta, lækna og sálfræðinga, sem
haldinn var í Geneve í Sviss á vegum ökumenisku stofnunar-
innar. Sú stofnun vinnur að nánara samstarfi allra kristinna
kirkjudeilda. Island átti engan fulltrúa á þeim fundi, enda var
þá félag vort ekki stofnað.
Félög presta og lækna hafa lík lög í öllum löndum, þar sem
þau starfa. Samt verða þau að haga samþykktum sínum eftir
því sem bezt hentar í hverju landi. Eitt er þó sameiginlegt. Til-
gangur félaganna er alls staðar hinn sami. Þeim tilgangi get
ég bezt lýst með því að hafa yfir aðra grein í félagslögum
>.Samtaka presta og lækna á íslandi11. Hún hljóðar svo:
..Tilgangur félagsins er:
a) að efla samstarf presta og lækna á íslandi,
b) að hagnýta þá faglegu þekkingu og reynslu, sem prestar og
læknar hafa öðlazt, til gagnkvæms skilnings á störfum
þeirra hvorra um sig og til gagns því fólki, sem þeim er
ætlað að hjálpa,