Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 22

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 22
380 KIRKJURITIÐ umönnunar. Því að tíminn flýgur, og þess er aðeins misjafnlega skammt að bíða, að við missi umhyggju þeirra, sem nánustum tengslum voru bundnir hinum látna, og verður þá oft minna en skyldi um hirðu minnisvarðans, sem upprunalega var reistur í kærleika. Þegar til lengdar lætur, mun einfaldur legsteinn bezt þola tímans tönn og sízt óprýða það leiði, sem hann á að gæta. Ég vildi óska Öræfingum þess, að þeir héldu kirkjugarð sinn lengi eins stílhreinan og hann er nú. í honum hreykja sér ekki einstakir minnisvarðar, en allur í heild virðist mér hann látlaus og áhrifamikill minnisvarði kynslóðanna, sem hér hafa borið beinin, feðra og mæðra þeirra, sem nú lifa, og ætla sér að geyma þessa gömlu, islenzku kirkju, einnig til minningar um liðna tíð. Þetta samræmi milli kirkju og kirkju- garðs ber að varðveita og geyma þessa mynd í aldir fram eða meðan okkur rennur blóðið til skyldunnar við forsögu okkar sjálfra. Ég vil svo nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim, sem hlut hafa átt að því, að þessi kirkja er nú komin í þa® lag, sem sjá má, og hve greiðlega það hefir gengið. Ég þakka Öræfingum öllum, sem allir hafa verið boðnir og búnir að ljá sitt lið, hver að sínu leyti. Öðrum mönnum fremur vil ég þó nafngreina séra Eirík Helgason, prófast í Bjarnanesi, Pál al- þingismann Þorsteinsson á Hnappavöllum og Sigurð Arason á Fagurhólsmýri, formann sóknarnefndar. En einkum og sér í lagi vil ég tjá alúðarþakkir þeim mönnum, sem lagt hafa hina virku hönd á plóginn, sniðunum Jóni Stefánssyni í Skafta- felli og Jóni Oddssyni í Malarási. Þeir nafnar, sem báðir eru nafnkenndir snilldarsmiðir, hafa haft veg og vanda af endur- byggingu kirkjunnar og leyst hann af hendi með sæmd. Geta allir séð, með hvílíkri alúð frá öllu er gengið í kirkjunni. Ég get sagt með sanni, að skipti mín við Öræfinga í kirkjubygg' ingarmáli þessu hafa fært mér heim sanninn um, að enn lifa í héraðinu hinar fornu dyggðir, sem það hefir verið lofað fyrir, samvinnuþýðleikur og greiðasemi, svo og gott verklag og smíða- kunnátta. Sú er að lokum ósk mín, að þessi kirkja megi lengi standa og verði í heiðri höfð af prestum og söfnuðum og gleðji jafn- framt og fræði gangandi og gest, ein eftirskilin af hinum mörgu guðshúsum, sem eitt sinn voru í Litlahéraði.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.