Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 58

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 58
Frá kirkjukór Sauðárkróks. Enn sem fyrr hefir kirkjukór vor reynzt framsækinn og ferðdjarfur. Um skeið hafði hann undirhúið söngför austur á bóginn. Og laugardaginn 15. maí tímanlega var safnazt í kirkjuna. Sálmur var sunginn og bæn flutt af söngstjóra. Þar með var förin hafin í tveim stórum bílum, sem leið liggur um Skagafjarðarhérað og öxnadalsheiði. Eftir stutta dvöl a Akureyri var haldið nær viðstöðulaust til Húsavíkur. Sungið var þar í kirkjunni um kvöldið við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Að lokum söng kórinn og kirkjukór Húsavíkur tvö lög sameiginlega undir stjórn söngstjóra sinna, Eyþórs Stefánssonar og séra Friðriks Á. Friðrikssonar. Húsvíkingar sýndu kórnum frábæra gestrisni, hlýleik og bróðurhug. Var gist á Húsavík um nóttina. En árdegis næsta dag var haldið aftur af stað vestur á um Laxárvirkjun og Reykjadal í dýrð- legu veðri að Laugum. Neðarlega í dalnum kom Páll H. Jóns- son kennari til móts við flokkinn. Var hann mjög kærkominn og nytsamur leiðsögumaður inn dalinn. Á þeirri leið var flokknum skipt í smærri hópa á bæina til hádegisverðar. Til Lauga var komið upp úr nóni. Sungið var þar um kl. 4 við ágæta aðsókn og kórnum tekið forkunnarvel og áheyrendum. Eftir sönginn var kórnum boðið til kaffidrykkju í skólahúsinu. Að því stóðu aðallega Kirkjukór Einarsstaðasóknar og Karla- kór Reykdæla. Fluttu þar ræður Jón Haraldsson bóndi á Ein- arsstöðum, söngstjórarnir Sigfús Hallgrímsson í Vogum og Páll H. Jónsson á Laugum. En Jónas Helgason á Grænavatm stjórnaði sameiginlegum söng undir borðum. Formaður Sauð- árkrókskórs flutti Reykdælum þakkir og mælti fyrir minm sveitar og sýslu. — Að lokum flutti söngstjórinn Eyþór Stefáns- son þakkir þingeyskum söngfélögum fyrir höfðinglegar og ógleymanlegar móttökur. — Hafin var svo heimför upp úr miðaftni. Nokkur dvöl á Akureyri og komið lieim til Sauðár- króks á öndverðri nóttu. I kórnum eru nú um 40 manns. — Einsöngvarar eru Snæ- björg Snæbjörnsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Svavar D- Þorvaldsson, Sig. P. Jónsson. — Frú Sigríður Auðuns annaðist píanó-undirleik. J. Þ. Bj.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.