Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 63

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 63
PRESTAFÉLAG SUÐURLANDS 421 þakkir flytja þeir Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði, fyrir að stilla svo til, að sunnlenzkir prestar fengu að vera nærstaddir á þeirri ógleymanlegu stund, er opnuð var steinkistan forna, er geymdi bein hins merka Skálholtsbiskups. Stjórn félagsins skipa nú séra Sigurður Pálsson formaður, séra Sveinn Ögmundsson ritari og séra Garðar Svavarsson gjald- keri. Aðalíundur Guðbrandsdeildar. Aðalfundur Guðbrandsdeildar Prestafélags íslands var hald- inn á Blönduósi sunnudaginn 22. ágúst að lokinni messu, þar sem séra Lárus Arnórsson á Miklabæ prédikaði, en séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ þjónaði fyrir altari. Einnig var messað á Holtastöðum. Þar prédikaði séra Ragnar Fjalar í Hofsós, og séra Bjartmar Kristjánsson þjónaði fyrir altari, og á Höskulds- stöðum messaði séra Björn Björnsson, Hólum. Séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi setti fund- inn og stýrði honum. Minntist hann hins látna biskups dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, en fundarmenn risu úr sætum í virð- ingarskyni. Þá bauð hann velkomna fundarmenn, alls 10 presta af félagssvæðinu, og þó sérstaklega gesti fundarins og frum- niælendur, þá séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og Pál Kolka héraðslækni á Blönduósi. Síðan hófu þeir framsöguerindi sin um aðalmál fundarins, sem var samstarf presta og lækna. Þá urðu nokkrar umræður um þetta nauðsynjamál, og hnigu þær í þá átt, að ekki væri aðeins mikils virði, að prestar og læknar störfuðu saman, heldur og allir þeir, sem vinna að menn- ingarmálum, uppeldi og trúrækni með þjóðinni. Að loknum þessum almennu umræðum sátu skagfirzkir prest- ar kvöldverðarboð húnvetnskra presta í hóteli staðarins, en síðan komu prestar saman og ræddu félagsmál sín. I stjórn voru kosnir séra Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki formaður, séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og séra Ragnar Fjalar í Hofsós. Fundurinn sendi biskupi landsins kveðju, einnig fyrrv. formanni félagsins, séra Gunnari Árna- syni, og fyrrv. prófasti, séra Guðbrandi Björnssyni, í tilefni af nýafstöðnu sjötugsafmæli hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.