Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 8
342
KIRKJURITIÐ
Vér yrSum sennilega ekki auðkenndir almennt sem sérstak-
lega eindregnir lútlieranar livað játningarlega staðfestu snertir
eða kenningarlega árvekni. Hitt getur enginn efað né, því neitað,
að hin lútlierska kirkja liefur í fjögurra alda samfylgd sinni
með þjóðinni verið stórkostlega máttarmikið jákvætt afl í hfi
hennar. Það er ennfremur óumdeilanlegt, að lifandi, kristin
arfleifð vor er öll lúthersk. Enn er það staðreynd, að mjög
fáir liafa yfirgefið liina lúthersku þjóðkirkju til þess að ganga
í önnur trúfélög, þótt frjálsræði í þeim efnum sé algert á ls-
landi, mjög einfalt og auðvelt að skipta um trúfélög liér, og
söfnuðir annarra játninga hafi starfað liér á landi lengi.
Þér munduð vart geta heimsótt mörg lönd, þar sem lúthersk
kirkja hefur verið nánar samfléttuð öllu lífi fólksins en hér
hefur verið. Og ef þér liefðuð tækifæri til þess að kynnast lands-
mönnum náið munduð þér finna það, að kirkjan á sterk ítök í
þessari ])jóð.
Vissulega á kirkjan í þessu landi við mikil og áhyggjusamleg
vandamál að etja, mörg þau sömu eða sama kyns og hræður
vorir í öðrum löndum, sumpart eru þau sérstök fyrir oss. Hin
sameiginlegu vandamál kalla á sterkari samtök og samvinnu
eins og sérstæðir erfiðleikar, sem liver ein kirkja á við að
stríða, kalla á skilning og fyrirbæn.
Meðtakið, bræður, hjartanlega lieilsun íslenzku kirkjunnar.
Megi Guðs andi leiða yður í störfum yðar meðan þér dveljist
hér og í öllu yðar starfi.
Sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor„ sem
elskaði oss og gaf oss í náð eihfa liuggun og góða von, liugg1
hjörtu yðar og stvrki í sérhverju góðu verki og orði.