Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ
341
gjöf, gefið þeim til þess að þeir gætu átt hér griðastaði til
helgra iðkana, bænar, tilbeiðslu og bókagerðar. Yér getum
verið vissir um það, að fyrsta mannaverk á íslenzkri grund
var kross, fyrsta orð tjáð á íslands strönd hæn og lofgjörð til
hins krossfesta.
Þessir menn flýðu, þegar hinir norsku sjófarendur og vík-
ingar komu hingað og tóku að nema landið á síðari liluta 9.
ahlar. En meðal þeirra, liinna eiginlegu landnema, voru einnig
allmargir, sem voru skírðir, liöfðu um sinn dvalizt á brezku
eyjunum og þar tekið kristna trú. Það eru til bæir á Islandi,
sem vitað er um með vissu, að þar hafa aldrei lieiðnir menn
búið. Tunga vor, sem liefur lialdizt óbreytt um aldirnar, þannig
að þýðingar, sem vér eigum frá 12. öld á lielgum ritum, liomili-
nm, — að ég nefni ekki Iiinar fornu veraldlegu bókmenntir,
lítið eitt yngri, Islendingasögur, eru auðskiljanlegar og vel
njótanlegar Iiverju harni enn í dag, þessi tunga liefur frá önd-
verðri byggð á Islandi lielgast af því nafni, sem hverju nafni er
æðra og sérliver tunga skal játa. Og frá fyrsta fari liafa kné
verið beygð á íslenzkri grund fyrir nafni Jesú, sem hvert kné
a himni og jörðu skal beygja sig fyrir (Fil. 2, 9—10).
Þér mynduð því geta skilið tilfinningar vorar, þegar vér
syngjum eða lesum orð Hallgríms Péturssonar í einum sálmi
bans, þegar liann biður Drottin:
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Og liingað barst röddin frá Wittenberg.
Þér eruð komnir til lands, sem er lútlierskt, hefur verið lút-
berskt í 400 ár og er í dag eitt þeirra landa, þar sem nálega
bll þjóðin tilheyrir liinni lúthersku kirkju sem skírðir og
fermdir meðlimir.