Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 68
KIRKJUIIITIÐ
402
þó tel ég, aS Jietta stóra og vandasama verkefni eigi enn sem
fyrr að vera í höndum þeirra félagssamtaka innan kirkjunnar,
sem hér lijá oss liafa staðið fyrir rekstri kristniboðsins í hátt á
4. tug ára. Það er einmitt í lífi einstaklinga, leikmanna sem
presta, að hin starfandi, stríðandi kirkja birtist. Alla stórsigra
sína á liðnum öldum hefur kristin kirkja unnið gegnurn slíka
einstaklinga, sem áttu kraft sannfæringar og lifandi trúar.
Hvergi er vandasamasta lilutverk kirkjunnar betur komið en
í höndum slíkra inanna. Englendingurinn Max Warran, aðal-
framkvæmdastjóri Churcli Missionary Society, en það er stærsta
kristniboðsfélag mótmælenda, segir: „Kristniboðsfélögin eru
kirkjan að starfi, og það er kjarni málsins“. — Það Iiefur einmg
komið í Ijós erlendis, að þar sem liin opinbera kirkja hefur
tekið að sér rekstur kristnihoðsins, liefur starfið (lregist sam-
an, áhuginn dofnað og fjárframlög minnkað. Það er því fylli-
lega eðlilegt, að þetta starf sé hér hjá oss, eins og víðast hvar
annars staðar á Norðurlöndum í höndum kristniboðsfélaga,
sem starfa innan vébanda kirkjunnar.
En að sjálfsögðu er það engu síður kirkjan, liin íslenzka
kristni, sem er þar að starfi. Engum kristnum Eþíópa kemur
til liugar, að líta á kristniboðana, sem fulltrúa einhvers félags.
I þeirra augurn eru kristniboðarnir fulltrúar kristinnar kirkju
á Islandi. Og ég held að sérliver kristinn íslendingur geti ver-
ið þakklátur fyrir þá fulltrúa sem vér eigum þar syðra nú. Og
þar höfum vér íslendingar vissulega veitt vanþróaðri þjóð að-
stoð, sem hreint ekki er lítil miðað við íslenzkar aðstæður. Á
þessu ári aðeins mun starfsemin á íslenzku kristniboðsstöðinm
í Konso kosta eina milljón króna, og þar liefur nú verið starf-
að í 10 ár. Annars eru nú íslenzkir stöðvarstjórar á tveim
kristniboðsstöðvum í Suður-Eþíópíu, báðir kennarar frá Kenn-
araskóla íslands, auk þess sem þeir hafa hlotið sérmenntun til
starfsins í Eþíópíu. Öflugt líknar- og fræðslustarf er á báðum
stöðvunum, og á stöðinni í Konso starfar einnig íslenzk hjúkr-
unarkona. Ibúar þessara tveggja stöðvarumdæma skipta mörg-
um tugum þúsunda. En auk Jiess alls kemur svo starf íslenzka
læknisins, en liann er sem stendur fylkislæknir og æðsta heil-
hrigðisyfirvald á svæði, sem hefur a. m. k. eina milljón íbua.
Nú er ritað um það í hlöðum, að vér Islendingar ættum að taka