Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 89
KIKKJURITIÐ 423
Robert Tobias, Communist Christ-
lan Encounter in East Europa,
School of Religion Press, Indiana-
polis, USA, 1956, bls. 543).
Kirkjan vinnur á í
Austur-Þýzkalandi
I Reuters-frétt frá Berlín segir, að
bess liafi orðið' vart, að kirkjusókn
og gjafir til safnaðarstarfs hafi farið
vaxandi síðustu mánuðina í Lút-
herskum og Rómversk-kaþólskum
kirkjum í A.-Þýzkalandi. Hafl er
oftir einum leiðtoga kirkjunnar í
Austur-Berlín, „að svo virðist sein
■ninnkandi kirkjusókn liafi stöðvazt
°g kirkjusókn fari nú vaxandi."
Rreslur frá Schlesíu sagði, að fólkið
örvænti yfir áframhaldandi skipt-
tngu Þýzkalands og „í vonbrigðum
sínum leitaði það liuggunar í
trúnni ... Margir hafa prófað ver-
aldarhyggju þá, sem kommúnism-
ln'i býður upp á, og ekki fundið
fulbiægju þar.“
Aukinn áróður
I lyrra hefti Kirkjuritsins í ár, var
®agt frá vaxandi andtrúaráróðri í
Rússlandi. Nýlega átti rússnesk-or-
þódoxi inetropolitinn af Leningrad
°g Ladoga, Nikodim að nafni, við-
tal við franska dagblaðið L’Human-
tte, þar sem hann segir, að það sé
fjarri því, að trúin sé í dauðateygj-
unum í Rússlandi. Enn þá sé inikill
.löldi manna staðfastur í trú sinni
°g reiðubúinn að leggja líf sitt í
sölurnar fyrir trú sína. „Guðleys-
'ngjarnir vilja allan heiminn til
stnna lífshútta, en áframhaldandi
ásetningur okkar er að vitna um
Krist fyrir öllum heiminum.“
Hinum aukna áróðri er beitt sér-
slaklcga að ungu fólki og konum,
sem „mynda meginhluta trúaðra í
landinu," segir í Pravda. Grafa skal
undan trúnni með „fræðslu.“ Að
loka kirkjum og fangelsa kristna
menn „eykur aðeius trúarlegt of-
stæki,“ segir í blaðinu.
Mismunandi aðferðir
Ulvarpshlustendur í Evrópu, sem
fylgzt liafa með andtrúarlegum út-
varpssendinguni fró Rússlandi og
Austur-Þýzkalandi, liafa tekið eftir
mjög ólikum aðferðum í áróðrinum.
í Rússlaudi er reynt að gera trúna
hlægilega. 1 Austur-Þýzkalandi er
reynt að sýna fram á mögulegt sam-
komulag milli kommúnisma og
kristindóms.
„Trúin gerir menn óhamingju-
sama og sundrar þeini,“ segir
Moskvu-útvarpið. „Prestarnir segja
fólkinu að vera glöðu, þegar Drotl-
inn sendir því óhaniingju og þeir
útlista fyrir fólkinu ávinning sjúk-
leikans.“
Ilins vegar segir í Austur-þýzka
útvarpinu. „Við eigum úvallt að
bjóða kristna menn hjartanlega vel-
komna og taka þeim ineð tillitsscmi
og vinsemd. Dagleg samvera og sain-
vinna kristinna manna og Marxista
í ríki okkar, sýnir að aðaláhugamál
þeirra er hið sama — varðveizla
friðarins og réttlátt þjóðfélag. I
kommúnistaríki hafa kristnir menn
raunverulegt tækifæri til þess að
gera boðskapinn um „frið á jörðu,“
að áþreifanlegum veruleika. (Heim-
ild: The Lutlieran, April 22, 1964).