Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 74
KIRKJDRITIÐ
408
Jón Hnefill Aðalsteinsson og sr. Sverrir Haraldsson í Ási í Fell-
um og sr. Erlendur Sigmundsson og sr. Þorleifur Kristmunds-
son í Seyðisfjarðarkirkju. Yfirleitt voru guðþjónusturnar vel
sóttar, þegar þess er gætt live fámennar sumar af sóknum þess-
um eru, jafnvel sumir kirkjustaðir nú í eyði.
Á sunnudagskvöldið var guðsþjónusta í Eiðakirkju. Þar pre-
dikaði sr. Jakob Jónsson en þeir sr. Árni Sigurðsson og sr. Sig-
mar Torfason þjónuðu fyrir altari. Var kirkjan fullsetin.
Á mánudagskvöldið var aftur messað á Eiðum. Var þá fyigt
liinu gamla messuformi. Predikun flutti sr. Sigurður Pálsson
en altarisþjónustu önnuðust þeir sr. Sigmar Torfason og Eiða-
prestur sr. Einar Þ. Þorsteinsson. Var sú messa fjölsótt, góð
stemmning og endaði hún með altarisgöngu prestanna.
Sá sem þetta ritar var ekki viðstaddur á þessu námskeiði.
Enda þótt öllum væri lieimil þátttaka var það fyrst og fremst
ætlað austfirzkum prestum. Munu þeir liafa notfært sér það
flestir svo sem vænta mátti. Og allir láta þeir vel yfir, ljúka
upp einum munni um það live vel liafi tekizt.
Séra Gísli Brynjólfsson segir í grein í Vísi um námskeiðið:
„Eins og segir í yfirskrift þessarar greinar er þetta framtak
austfirzku prestanna merk nýjung í kirkjulífi þjóðarinnar og
vissulega má gera sér um það vonir að þetta sé upphaf að því,
að prestafélög úli á landi — þau eru fimm í allt — liafi sam-
tök um að efna til slíkra námskeiða í framtíðinni. Næg eru
verkefnin. Bæði þarf að rifja upp það sem áður var lært og
læra nýtt, kynnast reynslu annarra og finna hvað við á í eigin
umhverfi og verkahring. Og við vitum að til eru menn hæði vel
að sér og áliugasamir, til að liafa á hendi leiðbeiningar og
fræðslu á fjölmörgum sviðum. Ekki sízt er þess að vænta, að
prófessorar í guðfræðideild leggi fram krafta sína til að vekja
áhuga prestanna víðsvegar um landið og stuðla að því að kynna
þeim lielztu nýjungar bæði í kenningarmáta og starfsaðferð-
um, svo að kirkjan verði sem hezt fær um að rækja Iilutverk
sitt í þjóðlífinu“.
Þetta er réttilega mælt og væri óskandi að hinar ýmsu deild-
ir prestafélags íslands liéldu slík námskeið sem oflast til skiptis.
Stjórn P.l. mundi styðja það eftir mætti.