Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 90
424
KlltKJUIUTIÐ
Skipting í kirkjudeildir
í World Christian Handhook 1952
er kristnmn mönnuin skipt í kirkju-
deildir þannig: Rómvcrsk-kaþólsk-
ir 380—423 millj., Mótmælendur 215
niillj. Orþódoxir (áætl.) 144—172
millj. Koplar 10 millj.
Mótinælendur skiptast aftur á
eftirfarandi hátt: Lútherskir 68.5
millj. Refonnertir (Kalvínskir)
41.1 inillj., Fullorðinsskírendur
40 miilj. Meþódistar 40 millj.
Anglikanar 25—30 niillj., Kongrcg-
asjónalistar 5 millj.
Ilinar ýinsu kirkjudeildir tcljast
reyndar ekki allar eins. Kaþólskir
og lútherskir telja alla skírð'a. Full-
orðinsskírendur telja aðeins þá,
sem eru fullorðnir og Anglikanar
tclja þá sem ganga til altaris. Og
þar sem opinbcrar tölur eru ekki
fáanlegar frá sumum löndum, er
ckki unnt að gefa nákvæma tölu.
Til lieildartölu kristinna manna í
dag reiknast ciuning fjöldi sértrú-
arflokka, sem hafna öllu manntali
í þessu lilliti en liafa áhrif um all-
an heim eins og Aðventistar og
ýmsir flokkar Hvítasunnuinanna.
Þessar tölur gefa ekki lieldur ná-
kvæma mynd af styrkleika og
áhrifuin hverrar kirkjudeildar, það
fer eftir ástæðum á hverjum stað
og mjög breytilegt frá einu landi
lil annars. (Heimild: Greinin
Christentum IV. Gegenwartslage B.
Konfessionskundlich, eftir H.H.
Schrey, — Die Religion in Gesch-
ichte und Gegenwart (RGG 3. Auf-
lage).
Neues Leben
] nánum tengslum við rússneska
tímaritið I’ravdu er gefið út vikurit
á þýzku, sem nefnist „Neues heben '
(Nýtt líf), sem hefur liafið sjöunda
árganginn. Það er ætlað þýzkumæl-
andi sovétskum liorgurum. — En
hverjir eru þeir?
Það eru þeir, sem Iicra þýzk
nöfn og gelið er á blaðsíðum „Nýs
Lífs“ af og til. Það eru þeir, sem
lala þýzku — um 1.2 millj. við síð-
asta manntal. Meðal þeirra eru
margir, sem lialda fast við gamlar
erfðavenjur og tungu, enda þótl
forfeður þeirra flyttu frá Þýzka
landi fyrir 150—200 árum.
Víst er, að þýzkur uppmni þessa
fólks er ekki gerður að neinu pólit-
ísku höfuðatriði. Þjóðverjar í Sov-
étríkjunum eru hvaltir lil þcss að
vinna að framgangi kommunism-
ans og styðja að vexti hans. Hin
þýzka tunga er velkomið tæki í
þjónustu áróðursins, og það kem-
ur engum á óvart að sjá tímaritið
nota inikið rúm til þess að ávinna
lesendur sína fyrir guðleysi.
Þetta leiðir til þeirrar ályktunar,
að meðal lesenda „Nýs lífs“ hljóti
að vera fjöldi kristinna manna, sér-
staklcga af „sérlrúarflokkum“, sem
er nafn ritsins yfir Lútherska,
Memionita, Bagtista og aðra. Ekki
er minnst á Rómversk-kaþólska eða
Orþódoxa.
Standast andtrúarlegan
áróður
Augljóst cr af blaðsíðum tímarits-
ins, að kommunisturnir nota kvik-