Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 48
382
KIIiKJURITIÐ
væri að Jiafa þá skipan á, sem ég liafði látið mig dreyma um
og vil kappkosta að gera að veruleika, þótt síðar verði. En
þetta er þó byrjun. Hugmynd mín er í stuttu máli sú, að veita
guðfræðistúdentum tækifæri til sumardvalar í Skálliolti og
vinni þeir við þær framkvæmdir, sem framundan eru. En jafn-
liliða eigi þeir kost á fræðslu, er varðar væntanlegt starf þeirra,
og taki reglubundinn þátt í trúariðkun. Og þegar búsakostur
leyfir og önnur aðstaða má tengja við þessa starfsemi náms-
skeið, sem prestum gefist kostur á að sækja. Ég bef ekki gefið
upp gamla hugsjón um frambaldsskóla í Skálbolti fyrir guð-
fræðinga og presta. Og nú sé ég það, að Danir, sem lengi liafa
átt sitt sjálfstæða pastoralseminarium, eru undir forustu síns
hugmikla og ötula kirkjumálaráðherra að fara af stað með
„efteruddannelse instilut“ fyrir presta. Staðunnn er lierraset-
ur á Sjálandi, sem nýlega hefur verið gefið kirkjunni og
fylgir mikið land og auk þess sjóður — slíkir lierramenn eru
til í Danmörku, sem gefa æltarsetur og milljónaeignir til efl-
ingar kristinni trú og menningu í sínu landi.
Það er mikið ánægjuefni að geta þess hér í framhaldi af þess-
um hugleiðingum, að Prestafélag Austfjarða gekksl í þessum
mánuði fyrir prestanámsskeiði á Eiðum. Það er fyrsta tilraun
þeirrar tegundar, sem gerð hefur verið hér á landi, og mun
hún liafa tekizt mjög vel á allan bátt. Er framtak þeirra Aust-
firðinga í þessu efni lofsvert og líklegt til lieillaríkra ábrifa.
Félagsleg starfsemi innan kirkjunnar liefur annars verið
með líkum liætti og að undanförnu. Má víst segja, að þar bafi
verið lialdið vel í horfi, en stórtíðindi engin orðið, ef frá er
talinn áður nefndur þáttur í starfi Prestafélags Austfjarða og
afrek Æskulýðssambands Hólastiftis. KFUM og K. liafa starf-
að sem áður, sömuleiðis kritniboðsfélögin. Almennur kirkju-
fundur var haldinn liér í Reykjavík í október. Aðaldagskrár-
mál Iians var kirkjulegur lýðbáskóli í Skálbolti. Var það mál
rætt af miklum áhuga og jákvæðar ályktanir gerðar.
Kirkjuráð befur baldið nokkra aukafundi á árinu, auk aðal-
fundar í febrúar, sem stóð í þrjá daga. Hafa störfin að veru-