Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 71
Aðalftmdur
r
Prestafélags Islands
Aðalfundur Prestafélags Islands var lialdinn í hátíðasal Há-
skóla Islands 28. ágúst 1964, eftir að farið hafð'i fram lielgi-
stund í Kapellunni, þar sem séra Sigurður Haukdal las ritn-
ingarkafla og flutti bæn.
Þetta gerðist:
Formaður félagsins, séra Jakob Jónsson, setti fundinn og
stjórnaði honum. Ritarar voru, séra Jón Þorvarðsson, séra
Kristján Búason og séra Guðmundur Þorsteinsson.
Minnst var séra Helga Sveinssonar.
Formaður flutti ítarlega yfirlitsskýrslu um störf stjórnarinn-
ar á liðnu starfsári. Skýrði liann og frá því, að liann liefði
ákveöið að taka ekki endurkjöri í stjórnina, vegna anna.
Þá voru reikningar félagsins lesnir og samþykktir.
Kand. theol. Björn Björnsson, flutti yfirlitserindi um guð-
fræðiskoðanir dr. Robinsons biskups, eins og þær birtast í bók-
inni: Honest to God.
Síðan lagði formaður fram drög að breytingum á CocLo.x
utliicus Prestafélagsins og lagði til að fundarmenn skiptust í
sniáumræðuhópa til að fjalla um þær. Eftirfarandi menn voru
til kvaddir að stýra hverjum hópi: Séra Eiríkur Eiríksson, séra
Sigurður H. Guðjónsson, séra Jóhann Hlíðar, séra Kristján
liúason, séra Birgir Snæbjörnsson, séra Guðmundur Þorsteins-
son.
Að fresti liðnum gerðu allir fyrrtaldir menn í stuttu máli
gi'ein fyrir niðurstöðum. Var síðan samþykkt að þeir skyldu