Kirkjuritið - 01.10.1964, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ
367
Hvers virði er einn slíkur vitnisburður um þig, bróðir minn,
aðeins einn, bvað þá fleiri? Hvers virði, þótt hann sé engum
manni kunngjörður og þér liulinn?
Það er mikil náð að mega vera prestur, vottur og boðberi
frelsarans Jesú Krists. Sú náð er oss veitt. Megi lnin ekki verða
til ónýtis.
Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Droltin vorn
Jesúm Krist. Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir,
óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði yðar
er ekki árangurslaust í Drottni.
Þá vil ég fara fáeinum orðum um nokkra belztu viðburði 1
kirkjulífinu á liðnu ári.
Fyrst minnumst vér látins starfsbróður.
Séra Helgi Sveinsson lézl af slysförum í Kaupmannaliöfn 3.
júní síðastliðinn.
Séra Helgi var fæddur 23. júlí 1908 að Hvítstöðum á Mýrum,
sonur bjónanna Sveins Helgasonar, bónda, og Elísabetar Jóns-
dóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1930, kennara-
prófi 1934 og embættisprófi í guðfræði við Háskóla Islands
1936. Settur sóknarprestur að Hálsi í Fnjóskadal frá 1. sept.
1936, vígður 16. ágúst. Veitt Arnarbæli í Ölfusi 1. júní 1940
°g þjónaði hann því prestakalli til æviloka. Fluttist til ITvera-
gerðis 1941 og sat þar síðan. Hann kvæntist 3. sept. 1936
Katrínu Magneu Guðmundsdóttur og lifir bún mann sinn ásamt
tveiniur börnum þeirra.
Það var oss öllum mikill harmur, jiegar vér spurðum svip-
legt andlát séra Helga Sveinssonar. Hann liafði fengiö leyfi frá
störfum og var nýkominn til Danmerkur, þar sem hann liugöist
dvelja um sinn en fara síðan lengra suður í lönd. Hugði hann
gott til farar og vér vinir lians samfögnuðum lionum með þetta
ttekifaeri til þess að styrkja heilsu sína og frjóvga anda sinn.
Glaður kvaddi liann og talaði með tilblökkun um að koma
aftur beim með nýjan kjark og krafta.
Hann bafði undanfarin ár verið vanheill og ekki notið sín