Kirkjuritið - 01.06.1967, Blaðsíða 16
254
KIHKJURITID
kvæmdir eð'a leggja út á nýjar brautir, standa þeir oftast
frammi fyrir þungum vanda? Hvar eru þeir 30—40 söfnuðifi
sem árlega leita til kirkjubyggingasjóðs um lán og geta ekki
fengið neina sanngjarna úrlausn? Hvar eru þeir söfnuðir, seW
af þessum orsökum verða að þola þá raun að geta ekki reist
sér kirkju, eða lenda í strandi með kirkjusmíð, þótt liafin se,
verða ár eftir ár að liorfa á liálfreist kirkjuliús, sem þeir geta
ekki lokið, Jjótt þeir séu reiðubúnir til þess að gangast undir
þungar byrgðar, lítt bæra skuldabagga? Hvar eru þeir söfnuð-
ir, sem livergi geta fengið organista, enn síður greitt slíkuiu
manni þóknun, þótt fáanlegur væri? Og bvar eru þeir, sein
fá ekki prest? Læknaskortur og kennaraskortur í dreifbýli ei
alvarlegt mál. Það er líka orðið verulegum vandkvæðum bund-
ið að iitvega dreifbýlinu prestsþjónustu. Það er að verða nv)°f?
alvarlegt mál. Varðar engan um það? Eru þessi og þvílík
vandamál, sem ekki verður þokað í betra liorf nema með at-
beina Alþingis, of lítilvæg til þess að ástæða sé til að gef;l
þeim nokkurn gaum, þegar rætt er um landsins gagn og nauð-
synjar og böfðað til kjósenda um afstöðu til þjóðmála?
Tímamót í sögu Biblíufélagsins.
Umtalsverð tímamót liafa orðið í sögu Hins íslenzka Bibbu-
félags. Það befur fengið sérstaka bækistöð fyrir starfsemi sina-
Hún er á neðstu liæð í turni Hallgrímskirkju. Þar liefur félagið
fengið stofu til umráða fyrir bókabirgðir, bókaafgreiðslu of-
annað skrifstofuhald. Þetta atlivarf hefur blotið nafnið Guð-
brandsstofa. Hallgrímur og Guðbrandur voru ekki apeius
frændur, lieldur liafa þeir livor um sig markað dýpri spor 1
sögu vorri sem þjónar Guðs orðs en aðrir liérlendir menö-
Jafnframt þessu liefur Biblíufélagið fengið ágætan niann t’l
þess að annast framkvænidastjórn. Hann lieitir Herniann Þor-
steinsson og liefur liann sem féhirðir Hallgrímssafnaðar °r
traustur forgöngumaður í byggingamáli safnaðarins innt ;l
liendi ómetanlegt sjálfboðastarf. Þótt liann hafi þaniUr
með liönduin ærið verkefni sem sjálflioðaliði í þjónustu kirkj-
unnar, auk annarra ábyrgðarstarfa, sem liann gegnir, befm
Iiann af vináttu við Biblíufélagið tekizt á hendur þetta niikib
væga starf í þágu þess fyrst um sinn — ráðning lians er niið’
uð við eitt ár til bráðabirgða og til reynslu — og býður bann