Kirkjuritið - 01.06.1967, Blaðsíða 26
264
KIRKJURITIÐ
auðmjúki og lijartahlýi andlegi leiðtogi sem aldrei brást von-
um sóknarbarna sinna, þegar þau þurftu mest á þeim að halda,
er huggun gat veitt á liarmastundum, uppörvun, þá er í móti
blés og holla leiðsögn og lijálp í margþættum vandamáhmi
lífsins. Sérstakt orð fór af því, live ógleymanlegur uppfræð-
ari hann var liinum ungu. Hann liafði sérstakt yndi af því að
uppfræða ungmenni og liann fórnaði meiri tíma til ferming-
arundirbúnings en flestir aðrir prestar. Og við fermingar-
undirbúning hans hefur glöggt komið fram sú frásagnarsnill'l
lians og framsetningarhæfileiki, sem hann var alkunnur fyrir-
Hinn 12. október 1916 kvæntist sr. Ingvar eftirlifandi konu
sinni Ingunni Júlíu Ingvarsdóttur, sóknarprests á Skeggjastöð-
um.
Fimm börn eignuðust þau hjón, tvo syni misstu þau 1
bernsku en dóttir og tveir synir lifa föður sinn. Auk þeirra ólu
þau upp einn fósturson.
Heimili þeirra prófastshjónanna á Desjarmýri var rómað
fyrir Iiöfðingsbrag í hvívetna, frábæra gestrisni og rausn. Það
var sóknarbörnunum sem önnur foreldrahús og þeirra stolt
þegar gesti bar að garði ,0g þar naut margur ógleymanlegra
stunda hjá hinum margfróða héraðshöfðingja, sem með fra-
sagnarhæfileika sínum miðlaði gestum sínum af miklum þjóS-
legum fróðleik, og ekki lét húsmóðirin sitt eftir liggja til að
gjöra þeim dvölina liugljúfa og minnisstæða.
Fyrir hæfileika þeirra beggja og mannkosti var Desjarmýrar-
heimilið liið mesta höfuðból.
Sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson var ástríkur leiðtogi sóknar-
bömum sínum og sómi sinnar stéttar.
Mér finnst aiV liver flytjamli fapnaðarerindisins ætti aiV hoð'a þaiV scin
áhugasatnur vinur, einheittur og göfuglyndur faiVir og í anda elskuríkrar
móður. — Fénelon
Sá, sem helgustu lífi lifir, er langfærastur um aiV deyja. —
Margaret J. Preston
Paradís var lieitnili Adams. Góðum niðjum lians er lieimilið Paradís.
Hare