Kirkjuritið - 01.06.1967, Blaðsíða 22
260
KIRKJURJTIÐ
ur við þann ríkisstyrk, sem norrænir lýðháskólar njóta. Verð-
ur að vona o>; ætla, að Alþingi taki því nieð skilningi, þar
sem það liefur þegar lýst yfir vilja sínum í þá átt og ályktað,
að leitað skuli fyrir sér um stofnun lýðháskóla á Islandi. Er
vaxandi skilningur á því, einkum meðal skólamanna, að þa®
sé lykkjufall í mennta- og uppeldismálum þjóðarinnar, að lier
skuli ekki vera nein menntastofnun með því frjálsa sniði, sem
svo vel hefur reynzt í nágrannalöndum vorum. En það er
óumdeilt, að lýðliáskólarnir séu eitt mesta tillag norrænna
þjóða til heimsmenningarinnar. Og J)að mættum vér Islend-
ingar muna, að ])að em framar öllu öðru lýðháskólarnir
dönsku, sem vér eigum að þakka þau viðbrögð dönsku þjóðar-
innar, bæði fyrr og síðar, sem mestri gleði og giptu liafa valdið
hér á landi. Þar er oss nákomin sönnun fyrir áhrifum þessara
stofnana á liugsun al])ýðu og andlegan þroska.
Þjóð vor má því vissulega binda bjartar vonir við Skálholts-
skóla nýja og Ijá þeirri hugsjón brautargengi, að stofnaður
verði og starfræktur lýðháskóli í Skálholti undir forystu og
á ábyrgð kristinnar kirkju.
Vort land er í dögun af annarri öld og allur lieimur raunar.
Nýjar leiðir verður að finna og ryðja til þess að þjóðlíf og
þjóðarsál megi áfram njóta mótandi álirifa frá Kristi og hans
ríki. Skóli fyrir verðandi húsmæður, í'ekinn undir umsjoB
kirkjunnar, menntastofnun með lýðháskólasniði á lielgum Skál-
holtsstað, sem jafnframt mætti verða alhliða, kristin menning*
ar- og vakningamiðstöð, þetta hvort tveggja eru hugsjónir og
stefnumál, sem hafa vitjað vor og kvatt oss til lieilshugar
stuðnings. Setjum oss það mark að skila þessu í hendur næstu
kynslóðar á öruggum grunni. Þá höfum vér búið nokkuð i
haginn fyrir þá, sem á eftir koma og létt þeim sporin, sein
þeirra bíða, liver sem sú veröld verður að öðru leyti, sein
þeir taka í arf.
Bréfaskóli o. fl.
Áður en við þetta er skilizt, vil ég ekki láta hjá líða að geta
um skóla, sem á sl. ári hóf göngu sína. Það er hréfaskóli
Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti forna. Marknb'I
lians er að ná til barna í dreifbýli með svipað, uppbyggiler*
efni og kvnnt er í sunnudagaskólum. Sr. Jón Kr. Isfeld befur