Kirkjuritið - 01.06.1967, Blaðsíða 38
276
KIRKJURITIÐ
síðastliðinn vetur. Eftir að ný kirkja var risin í 500 manna
sjávarþorpi, í Grundarfirði, þá var þar ekki aðeins rúm fyrU'
börnin, þótt mörg væru, heldur einnig foreldrana í hinuni
sameiginlegu fjölskyldumessum á sunnudagsmorgnana. Börn-
in liafa livatt foreldra sína til þátttöku, og það liefur verið for-
eldrum uppörvun og gleði að ganga til kirkju með börnuin
sínum. Ein móðirin lét svo um mælt: Á sunnudagsmorgnana
liöfum við ekki nokkurn frið. Við erum drifin á fætur af börn-
unum til að fara í messu með þeim. Svo bætti hún við: ViS
megum annars þakka fyrir, meðan börnin vilja liafa okkur
með. Sá tími kemur fljótt, þegar þau vilja fara sinna eigin
ferða án okkar foreldranna.
En bvernig fer slík fjölskyldumessa fram? kann einbver að
spyrja. Sjálfsagt má liafa slíkar messur með ýmsu móti, en eg
vil leggja áherzlu á, að þetta á að vera messa, það er lnítíð
í Guðs húsi. Og hvernig er liægt að skapa börnum af ýmsiini
aldursflokkum og fullorðnum um leið slíka liátíð? Það er
ekki vandalaust, og ég vil ekki lialda því fram, að mér hafi
tekizt það. Þó bef ég fyrir mitt leyti ekki blakkað til neins
annars fremur síðastliðinn vetur en að eiga vísa fjölsótta messU
á sunnudagsmorgnana með þátltöku safnaðarins.
Börnin fá til skiptis ýmis hlutverk að vinna við fjölskyldu-
messurnar. Eitt barnanna bringir klukkuum, annað úthlutar
messublöðum við inngöngudyr, jiriðja er Ijósberi, sem tendrar
altarisljósin, meðan forspil er leikið, og biður síðan inngöngu-
bæn. Þegar ljósberi kemur inn skrýddur hvítum gyrtli, ríkir
strax beilög kvrrð og eftirvænting í kirkjunni, og hið hátíðlega
messuupphaf setur svip sinn á alla messuna. Venjulega eru
sungnir 4 eða 5 sálmar og vers. Börnunum þvkir gaman að
syngja og reyna að gera sitt bezta í þeim efnum. Oft eru þetta
sömu versin og sálmarnir, sem sungið er, en á þann liátt lærist
texti og lag með tímanum. Ef mögulegt er, þá er reynt að bafa
bverju sinni sálm, sem á við texta dagsins. Hins vegar er þa^1
Ijóst, að sálmabók fullorðinna er ekki nema að sáralitlu leyti
við barna liæfi. Þörfin fyrir sérstaka barnasálmabók er mj°r
brýn. Fyrsti sálmur messunnar Jiarf lielzt að vera lofsöngur
eða bænasálmur, svo að bver og einn fái að reyna sannleika
orðanna: Drottinn er í sínu beilaga liúsi, og í söfnuðinum
ég lofa þig.